Spilling geri ríki alltaf fátækari Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Ameenah Gurib-Fakim var fyrsti kvenforseti Máritíus en henni var gert að láta af embætti í fyrra. Vísir/Friðrik Þór Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“ Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“
Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira