Spilling geri ríki alltaf fátækari Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Ameenah Gurib-Fakim var fyrsti kvenforseti Máritíus en henni var gert að láta af embætti í fyrra. Vísir/Friðrik Þór Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“ Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“
Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent