Aukið val Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2019 08:00 Síðasta sumar var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja sláturhús, kjötvinnslu, bændaverslun og veitingastað á býlinu Hallegaard á Bornholm í Danmörku. Bóndinn á bænum stofnaði sláturhúsið í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að fá slátrað gripum á eynni heldur þurfti að flytja alla sláturgripi með ferju til slátrunar. Honum fannst þetta ótækt fyrir bændurna þar, metnaðarfullan veitingarekstur svæðisins og kröfuharða neytendur en eyjan er, líkt og okkar, mikil ferðamannaparadís. Fyrirtækið á Hallegaard hefur verið í stöðugum vexti og býður nú frábært úrval bæði af ferskvöru og unninni vöru sem er einstakt handverk án allra aukaefna. Þar sem við sátum í sólinni í garði veitingastaðarins og nutum veitinganna varð mér hugsað heim. Þetta vantar okkur alveg heima – staði þar sem dýrin eru alin og unnin alla leið í vandaða lúxusvöru. Staði þar sem allur virðisaukinn sem verður til af hráefninu rennur til frumframleiðandans sjálfs og hans eigið hugvit og elja stjórnar því hversu mikill hann er. Í Borgarnesi starfar reyndar handverkssláturhús, þar sem slátrað er fyrir bændur sem sjálfir hafa markaðssett sína vöru og sjá um afhendingu hennar. Sláturdýrin eru hins vegar ekki alin þar. Einnig eru komnar af stað nokkrar flottar kjötvinnslur í eigu bænda, einhverjir bændur selja sitt kjöt sjálfir tilbúið í frystikistu neytenda og mörg ferðaþjónustufyrirtæki bænda bjóða upp rétti úr afurðum búsins á sínum matseðlum. Öll þessi fyrirtæki útvista hins vegar slátruninni sjálfri til stóru afurðastöðvanna og missa þannig einn hlekk út úr sinni virðiskeðju og kannski ekki síður einn hlekk út úr vinnsluferlinu sem getur verið heftandi á vöruþróun. Ég held að mörg okkar hafi heimsótt sambærileg býli og Hallegaard víðsvegar um Evrópu. Íslensk matvælalöggjöf er evrópsk matvælalöggjöf og á hennar grunni ættum við að geta heimfært sömu reglugerðir og notast er við um alla Evrópu. Einnig eigum við margt gott fagfólk í úrvinnslu matvæla og matvælaöryggi hér á landi sem fyllilega er treystandi til að móta slíkar reglur eða laga þær evrópsku að aðstæðum hér á landi. Þar má nefna starfsfólk Matís en eitt hlutverka Matís er að tryggja matvælaöryggi. Fyrir rúmlega ári síðan eða í byrjun september 2018 gaf Matís út skýrar og nákvæmar tillögur að sérstökum reglum um örsláturhús og voru þær tillögur gefnar út undir stjórn þáverandi forstjóra Matís, Sveins Margeirssonar. Sú útfærsla sem þar er kynnt myndi tryggja að þeir bændur sem vilja geti sjálfir unnið úr eigin hráefni öll skref frá haga í maga án þess að það myndi draga úr matvælaöryggi. Á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum hefur sú makalausa samsæriskenning flogið fjöllum hærra að nú standi ekkert í vegi fyrir framþróun á þessu sviði annað en „sumir“ bændur og þá sérstaklega bændaforustan. Þessu hefur verið fleygt fram af „öðrum“ bændum og jafnvel þingmönnum. Ekkert gæti verið fjær því hvað varðar forustu Landssamtaka sauðfjárbænda. Við treystum góðu fagfólki til að móta þessar tillögur þannig að okkar einstöku stöðu í matvælaöryggismálum sé ekki ógnað. Við fögnum því trausti til bænda sem fram kemur ofannefndum tillögum og vitum að þeir bændur sem hefja rekstur örsláturhúsa samkvæmt þessum reglum munu verða traustsins verðir. Við treystum því að landbúnaðarráðherra klári nauðsynlegar laga- og reglubreytingar farssællega og í takti við áður útgefnar tillögur Matís enda hefur Kristján Þór Júlíusson sýnt áhuga og frumkvæði til þess. Breytingarnar munu skipta sauðfjárbændur máli og þær munu líka skipta neytendur máli. Það munu ekki öll býli setja af stað örsláturhús. Áfram munum við þurfa á stóru afurðastöðvunum, þeirra aðferðafræði og þeirra vöruúrvali að halda. Til viðbótar munu neytendur hafa aðgang að öðruvísi vöruúrvali. Vöruúrvali þar sem þættir eins og rekjanleiki, framleiðsluaðferðir, kolefnisbókhald, gróðurfar í beitilandi, meyrnunartími og sláturaðferðir svo dæmi séu nefnd ráða ferð. Vöruúrvali þar sem einungis hugmyndaflug bóndans og neytandans eru takmarkandi þættir þegar kemur að vöruþróun.Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinna Harpa Árnadóttir Landbúnaður Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðasta sumar var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja sláturhús, kjötvinnslu, bændaverslun og veitingastað á býlinu Hallegaard á Bornholm í Danmörku. Bóndinn á bænum stofnaði sláturhúsið í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að fá slátrað gripum á eynni heldur þurfti að flytja alla sláturgripi með ferju til slátrunar. Honum fannst þetta ótækt fyrir bændurna þar, metnaðarfullan veitingarekstur svæðisins og kröfuharða neytendur en eyjan er, líkt og okkar, mikil ferðamannaparadís. Fyrirtækið á Hallegaard hefur verið í stöðugum vexti og býður nú frábært úrval bæði af ferskvöru og unninni vöru sem er einstakt handverk án allra aukaefna. Þar sem við sátum í sólinni í garði veitingastaðarins og nutum veitinganna varð mér hugsað heim. Þetta vantar okkur alveg heima – staði þar sem dýrin eru alin og unnin alla leið í vandaða lúxusvöru. Staði þar sem allur virðisaukinn sem verður til af hráefninu rennur til frumframleiðandans sjálfs og hans eigið hugvit og elja stjórnar því hversu mikill hann er. Í Borgarnesi starfar reyndar handverkssláturhús, þar sem slátrað er fyrir bændur sem sjálfir hafa markaðssett sína vöru og sjá um afhendingu hennar. Sláturdýrin eru hins vegar ekki alin þar. Einnig eru komnar af stað nokkrar flottar kjötvinnslur í eigu bænda, einhverjir bændur selja sitt kjöt sjálfir tilbúið í frystikistu neytenda og mörg ferðaþjónustufyrirtæki bænda bjóða upp rétti úr afurðum búsins á sínum matseðlum. Öll þessi fyrirtæki útvista hins vegar slátruninni sjálfri til stóru afurðastöðvanna og missa þannig einn hlekk út úr sinni virðiskeðju og kannski ekki síður einn hlekk út úr vinnsluferlinu sem getur verið heftandi á vöruþróun. Ég held að mörg okkar hafi heimsótt sambærileg býli og Hallegaard víðsvegar um Evrópu. Íslensk matvælalöggjöf er evrópsk matvælalöggjöf og á hennar grunni ættum við að geta heimfært sömu reglugerðir og notast er við um alla Evrópu. Einnig eigum við margt gott fagfólk í úrvinnslu matvæla og matvælaöryggi hér á landi sem fyllilega er treystandi til að móta slíkar reglur eða laga þær evrópsku að aðstæðum hér á landi. Þar má nefna starfsfólk Matís en eitt hlutverka Matís er að tryggja matvælaöryggi. Fyrir rúmlega ári síðan eða í byrjun september 2018 gaf Matís út skýrar og nákvæmar tillögur að sérstökum reglum um örsláturhús og voru þær tillögur gefnar út undir stjórn þáverandi forstjóra Matís, Sveins Margeirssonar. Sú útfærsla sem þar er kynnt myndi tryggja að þeir bændur sem vilja geti sjálfir unnið úr eigin hráefni öll skref frá haga í maga án þess að það myndi draga úr matvælaöryggi. Á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum hefur sú makalausa samsæriskenning flogið fjöllum hærra að nú standi ekkert í vegi fyrir framþróun á þessu sviði annað en „sumir“ bændur og þá sérstaklega bændaforustan. Þessu hefur verið fleygt fram af „öðrum“ bændum og jafnvel þingmönnum. Ekkert gæti verið fjær því hvað varðar forustu Landssamtaka sauðfjárbænda. Við treystum góðu fagfólki til að móta þessar tillögur þannig að okkar einstöku stöðu í matvælaöryggismálum sé ekki ógnað. Við fögnum því trausti til bænda sem fram kemur ofannefndum tillögum og vitum að þeir bændur sem hefja rekstur örsláturhúsa samkvæmt þessum reglum munu verða traustsins verðir. Við treystum því að landbúnaðarráðherra klári nauðsynlegar laga- og reglubreytingar farssællega og í takti við áður útgefnar tillögur Matís enda hefur Kristján Þór Júlíusson sýnt áhuga og frumkvæði til þess. Breytingarnar munu skipta sauðfjárbændur máli og þær munu líka skipta neytendur máli. Það munu ekki öll býli setja af stað örsláturhús. Áfram munum við þurfa á stóru afurðastöðvunum, þeirra aðferðafræði og þeirra vöruúrvali að halda. Til viðbótar munu neytendur hafa aðgang að öðruvísi vöruúrvali. Vöruúrvali þar sem þættir eins og rekjanleiki, framleiðsluaðferðir, kolefnisbókhald, gróðurfar í beitilandi, meyrnunartími og sláturaðferðir svo dæmi séu nefnd ráða ferð. Vöruúrvali þar sem einungis hugmyndaflug bóndans og neytandans eru takmarkandi þættir þegar kemur að vöruþróun.Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun