Aukið val Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2019 08:00 Síðasta sumar var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja sláturhús, kjötvinnslu, bændaverslun og veitingastað á býlinu Hallegaard á Bornholm í Danmörku. Bóndinn á bænum stofnaði sláturhúsið í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að fá slátrað gripum á eynni heldur þurfti að flytja alla sláturgripi með ferju til slátrunar. Honum fannst þetta ótækt fyrir bændurna þar, metnaðarfullan veitingarekstur svæðisins og kröfuharða neytendur en eyjan er, líkt og okkar, mikil ferðamannaparadís. Fyrirtækið á Hallegaard hefur verið í stöðugum vexti og býður nú frábært úrval bæði af ferskvöru og unninni vöru sem er einstakt handverk án allra aukaefna. Þar sem við sátum í sólinni í garði veitingastaðarins og nutum veitinganna varð mér hugsað heim. Þetta vantar okkur alveg heima – staði þar sem dýrin eru alin og unnin alla leið í vandaða lúxusvöru. Staði þar sem allur virðisaukinn sem verður til af hráefninu rennur til frumframleiðandans sjálfs og hans eigið hugvit og elja stjórnar því hversu mikill hann er. Í Borgarnesi starfar reyndar handverkssláturhús, þar sem slátrað er fyrir bændur sem sjálfir hafa markaðssett sína vöru og sjá um afhendingu hennar. Sláturdýrin eru hins vegar ekki alin þar. Einnig eru komnar af stað nokkrar flottar kjötvinnslur í eigu bænda, einhverjir bændur selja sitt kjöt sjálfir tilbúið í frystikistu neytenda og mörg ferðaþjónustufyrirtæki bænda bjóða upp rétti úr afurðum búsins á sínum matseðlum. Öll þessi fyrirtæki útvista hins vegar slátruninni sjálfri til stóru afurðastöðvanna og missa þannig einn hlekk út úr sinni virðiskeðju og kannski ekki síður einn hlekk út úr vinnsluferlinu sem getur verið heftandi á vöruþróun. Ég held að mörg okkar hafi heimsótt sambærileg býli og Hallegaard víðsvegar um Evrópu. Íslensk matvælalöggjöf er evrópsk matvælalöggjöf og á hennar grunni ættum við að geta heimfært sömu reglugerðir og notast er við um alla Evrópu. Einnig eigum við margt gott fagfólk í úrvinnslu matvæla og matvælaöryggi hér á landi sem fyllilega er treystandi til að móta slíkar reglur eða laga þær evrópsku að aðstæðum hér á landi. Þar má nefna starfsfólk Matís en eitt hlutverka Matís er að tryggja matvælaöryggi. Fyrir rúmlega ári síðan eða í byrjun september 2018 gaf Matís út skýrar og nákvæmar tillögur að sérstökum reglum um örsláturhús og voru þær tillögur gefnar út undir stjórn þáverandi forstjóra Matís, Sveins Margeirssonar. Sú útfærsla sem þar er kynnt myndi tryggja að þeir bændur sem vilja geti sjálfir unnið úr eigin hráefni öll skref frá haga í maga án þess að það myndi draga úr matvælaöryggi. Á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum hefur sú makalausa samsæriskenning flogið fjöllum hærra að nú standi ekkert í vegi fyrir framþróun á þessu sviði annað en „sumir“ bændur og þá sérstaklega bændaforustan. Þessu hefur verið fleygt fram af „öðrum“ bændum og jafnvel þingmönnum. Ekkert gæti verið fjær því hvað varðar forustu Landssamtaka sauðfjárbænda. Við treystum góðu fagfólki til að móta þessar tillögur þannig að okkar einstöku stöðu í matvælaöryggismálum sé ekki ógnað. Við fögnum því trausti til bænda sem fram kemur ofannefndum tillögum og vitum að þeir bændur sem hefja rekstur örsláturhúsa samkvæmt þessum reglum munu verða traustsins verðir. Við treystum því að landbúnaðarráðherra klári nauðsynlegar laga- og reglubreytingar farssællega og í takti við áður útgefnar tillögur Matís enda hefur Kristján Þór Júlíusson sýnt áhuga og frumkvæði til þess. Breytingarnar munu skipta sauðfjárbændur máli og þær munu líka skipta neytendur máli. Það munu ekki öll býli setja af stað örsláturhús. Áfram munum við þurfa á stóru afurðastöðvunum, þeirra aðferðafræði og þeirra vöruúrvali að halda. Til viðbótar munu neytendur hafa aðgang að öðruvísi vöruúrvali. Vöruúrvali þar sem þættir eins og rekjanleiki, framleiðsluaðferðir, kolefnisbókhald, gróðurfar í beitilandi, meyrnunartími og sláturaðferðir svo dæmi séu nefnd ráða ferð. Vöruúrvali þar sem einungis hugmyndaflug bóndans og neytandans eru takmarkandi þættir þegar kemur að vöruþróun.Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinna Harpa Árnadóttir Landbúnaður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta sumar var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja sláturhús, kjötvinnslu, bændaverslun og veitingastað á býlinu Hallegaard á Bornholm í Danmörku. Bóndinn á bænum stofnaði sláturhúsið í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að fá slátrað gripum á eynni heldur þurfti að flytja alla sláturgripi með ferju til slátrunar. Honum fannst þetta ótækt fyrir bændurna þar, metnaðarfullan veitingarekstur svæðisins og kröfuharða neytendur en eyjan er, líkt og okkar, mikil ferðamannaparadís. Fyrirtækið á Hallegaard hefur verið í stöðugum vexti og býður nú frábært úrval bæði af ferskvöru og unninni vöru sem er einstakt handverk án allra aukaefna. Þar sem við sátum í sólinni í garði veitingastaðarins og nutum veitinganna varð mér hugsað heim. Þetta vantar okkur alveg heima – staði þar sem dýrin eru alin og unnin alla leið í vandaða lúxusvöru. Staði þar sem allur virðisaukinn sem verður til af hráefninu rennur til frumframleiðandans sjálfs og hans eigið hugvit og elja stjórnar því hversu mikill hann er. Í Borgarnesi starfar reyndar handverkssláturhús, þar sem slátrað er fyrir bændur sem sjálfir hafa markaðssett sína vöru og sjá um afhendingu hennar. Sláturdýrin eru hins vegar ekki alin þar. Einnig eru komnar af stað nokkrar flottar kjötvinnslur í eigu bænda, einhverjir bændur selja sitt kjöt sjálfir tilbúið í frystikistu neytenda og mörg ferðaþjónustufyrirtæki bænda bjóða upp rétti úr afurðum búsins á sínum matseðlum. Öll þessi fyrirtæki útvista hins vegar slátruninni sjálfri til stóru afurðastöðvanna og missa þannig einn hlekk út úr sinni virðiskeðju og kannski ekki síður einn hlekk út úr vinnsluferlinu sem getur verið heftandi á vöruþróun. Ég held að mörg okkar hafi heimsótt sambærileg býli og Hallegaard víðsvegar um Evrópu. Íslensk matvælalöggjöf er evrópsk matvælalöggjöf og á hennar grunni ættum við að geta heimfært sömu reglugerðir og notast er við um alla Evrópu. Einnig eigum við margt gott fagfólk í úrvinnslu matvæla og matvælaöryggi hér á landi sem fyllilega er treystandi til að móta slíkar reglur eða laga þær evrópsku að aðstæðum hér á landi. Þar má nefna starfsfólk Matís en eitt hlutverka Matís er að tryggja matvælaöryggi. Fyrir rúmlega ári síðan eða í byrjun september 2018 gaf Matís út skýrar og nákvæmar tillögur að sérstökum reglum um örsláturhús og voru þær tillögur gefnar út undir stjórn þáverandi forstjóra Matís, Sveins Margeirssonar. Sú útfærsla sem þar er kynnt myndi tryggja að þeir bændur sem vilja geti sjálfir unnið úr eigin hráefni öll skref frá haga í maga án þess að það myndi draga úr matvælaöryggi. Á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum hefur sú makalausa samsæriskenning flogið fjöllum hærra að nú standi ekkert í vegi fyrir framþróun á þessu sviði annað en „sumir“ bændur og þá sérstaklega bændaforustan. Þessu hefur verið fleygt fram af „öðrum“ bændum og jafnvel þingmönnum. Ekkert gæti verið fjær því hvað varðar forustu Landssamtaka sauðfjárbænda. Við treystum góðu fagfólki til að móta þessar tillögur þannig að okkar einstöku stöðu í matvælaöryggismálum sé ekki ógnað. Við fögnum því trausti til bænda sem fram kemur ofannefndum tillögum og vitum að þeir bændur sem hefja rekstur örsláturhúsa samkvæmt þessum reglum munu verða traustsins verðir. Við treystum því að landbúnaðarráðherra klári nauðsynlegar laga- og reglubreytingar farssællega og í takti við áður útgefnar tillögur Matís enda hefur Kristján Þór Júlíusson sýnt áhuga og frumkvæði til þess. Breytingarnar munu skipta sauðfjárbændur máli og þær munu líka skipta neytendur máli. Það munu ekki öll býli setja af stað örsláturhús. Áfram munum við þurfa á stóru afurðastöðvunum, þeirra aðferðafræði og þeirra vöruúrvali að halda. Til viðbótar munu neytendur hafa aðgang að öðruvísi vöruúrvali. Vöruúrvali þar sem þættir eins og rekjanleiki, framleiðsluaðferðir, kolefnisbókhald, gróðurfar í beitilandi, meyrnunartími og sláturaðferðir svo dæmi séu nefnd ráða ferð. Vöruúrvali þar sem einungis hugmyndaflug bóndans og neytandans eru takmarkandi þættir þegar kemur að vöruþróun.Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun