Aflið fær átján milljónir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:08 Verkefnisstjóri Aflsins segir samningur við ríkið sé árlegur bardagi. Án aðkomu ríkisins sé ljóst að ekki sé hægt að halda úti starfseminni. Stjórnarráðið „Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“ Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“
Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00