Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda