Fór inn um dyr beint á móti lögreglustöðinni á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2019 09:15 Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli. Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53