Kveikti í þurrkustandi í Vallaskóla á Selfossi skömmu eftir brunaæfingu Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 10:29 Nemandinn kveikti í þurrkstandi á salerni í skólanum. Vísir/Vilhelm/Google Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu. Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði Vallaskóla á Selfossi í morgun, skömmu eftir að brunaæfing hafði farið fram í skólanum. Þetta staðfestir Þorvaldur H. Gunnarsson aðstoðarskólastjóri í samtali við Vísi. „Eftir að brunaæfingunni lauk, sem gekk almennt vel fyrir sig, þá get ég staðfest að það var nemandi sem fór inn á salerni og kveikti þar í þurrkustandi. Við fengum því alvöru boð. Og við þetta myndaðist reykur og eldur. Eldurinn var slökktur nánast strax af starfsmönnum og við vorum náttúrulega með fulltrúa Brunavarna Árnessýslu á staðnum þannig að þeir gátu strax gert ráðstafanir varðandi reykræstingu. Við erum að vinna í því núna. Þetta gerðist í þeim hluta hússins þar sem eldri nemendurnir eru,“ segir Þorvaldur. Hann segir að nú sé verið að ræða við krakkana, fara yfir málin og unnið að því að ljúka skóladeginum.Hvernig brugðust nemendur við að heyra í brunabjöllunni aftur, svo skömmu eftir æfingu?„Þetta var eins vont og hægt var. Getur rétt ímyndað þér. Við fengum þarna tvöföld skilaboð sem stönguðust á. Þeim var flestum beint aftur út í kjölfar þess að kerfið fór aftur af stað. Þegar búið var að fá góða yfirsýn á ástandið og hættan liðin hjá þá gátum við farið aftur inn í húsið. Það er verið að ræða við krakkana í íþróttahúsinu. Við getum ekki haldið áfram kennslu í þessum hluta hússins í dag. Það myndaðist reykur og hann festist í svo mörgu. Við þurfum því að vinna okkur út úr því.“ Hann segir að þegar búið sé að ræða við nemendur og þeir búnir að borða verði þeim leyft að fara heim. Eigi það þó einungis við um börn á unglingastigi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þeim nemanda sem kveikti í þurrkustandinum gert að fá sérkennslu á slökkvistöðinni á Selfossi, þar sem hann mun fá fræðslu um brunavarnir og eldhættu.
Árborg Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira