Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna.
Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann.
Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.

„Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann.
Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka.
„Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson.