Boðar frumvarp um hlutdeildarlán Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. nóvember 2019 06:15 Ásmundur Einar Daðason á húsnæðisþingi í gær. Fréttablaðið/Ernir „Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á húsnæðisþingi sem fram fór í gær. Er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið en yfirskrift þess nú var „Þjóð undir þaki – jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði“. Samhliða þinginu kom út skýrsla Íbúðalánasjóðs um stöðu og þróun húsnæðismála. Í skýrslunni kemur fram að í landinu séu rúmlega 140 þúsund heimili og heildarverðmæti þeirra samkvæmt fasteignamati næsta árs rúmir 6.200 milljarðar. Hrein eign heimila í íbúðarhúsnæði er um 3.700 milljarðar og hefur eignarhlutinn aukist um 17 prósent milli ára. Þá búa um 72 prósent í eigin húsnæði og 17 prósent á leigumarkaði samkvæmt leigumarkaðskönnun sem gerð var síðastliðið sumar. Ásmundur Einar boðaði á þinginu frumvarp um svokölluð hlutdeildarlán. Er þar um breska fyrirmynd að ræða en á þinginu fór Kenneth Cameron, frá ráðuneyti húsnæðismála í Bretlandi, yfir framkvæmd og reynslu þar. „Slík hlutdeildarlán eða eiginfjárlán eiga að brúa bilið fyrir þá sem eiga þess ekki kost að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ríkið lánar ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni og fær það svo endurgreitt við sölu eignarinnar eða þegar kaupandinn endurfjármagnar lánið,“ sagði Ásmundur Einar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að fjöldi slíkra lána á ári gæti orðið á bilinu 350 til 1.000. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
„Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á húsnæðisþingi sem fram fór í gær. Er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið en yfirskrift þess nú var „Þjóð undir þaki – jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði“. Samhliða þinginu kom út skýrsla Íbúðalánasjóðs um stöðu og þróun húsnæðismála. Í skýrslunni kemur fram að í landinu séu rúmlega 140 þúsund heimili og heildarverðmæti þeirra samkvæmt fasteignamati næsta árs rúmir 6.200 milljarðar. Hrein eign heimila í íbúðarhúsnæði er um 3.700 milljarðar og hefur eignarhlutinn aukist um 17 prósent milli ára. Þá búa um 72 prósent í eigin húsnæði og 17 prósent á leigumarkaði samkvæmt leigumarkaðskönnun sem gerð var síðastliðið sumar. Ásmundur Einar boðaði á þinginu frumvarp um svokölluð hlutdeildarlán. Er þar um breska fyrirmynd að ræða en á þinginu fór Kenneth Cameron, frá ráðuneyti húsnæðismála í Bretlandi, yfir framkvæmd og reynslu þar. „Slík hlutdeildarlán eða eiginfjárlán eiga að brúa bilið fyrir þá sem eiga þess ekki kost að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ríkið lánar ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni og fær það svo endurgreitt við sölu eignarinnar eða þegar kaupandinn endurfjármagnar lánið,“ sagði Ásmundur Einar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að fjöldi slíkra lána á ári gæti orðið á bilinu 350 til 1.000.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira