Sportpakkinn: „Katla gerði bara það sem ég átti ekki von á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 16:30 Katla Rún Garðarsdóttir. Vísir/Bára Arnar Björnsson fór yfir níundu umferð Domino´s deildar kvenna sem fór fram í gærkvöldi en þar héldu topplið Vals og lið Keflavíkur áfram sigurgöngu sinni og KR og Skallagrímur unnu einnig sína leiki. Valur flýgur áfram í átt að deildarbikartitlinum í eftir ellefta sigurinn í röð. Í gærkvöldi átti Valur ekki í vandræðum með Snæfell. Valsliðið hafði forystu allan tímann og mestur varð munurinn 28 stig. KR tapaði fyrir Keflavík í síðustu umferð en í gærkvöldi var vesturbæjarliðið miklu kraftmeira gegn Breiðabliki. Það var aðeins í byrjun að Blikar héldu í við KR-liðið en þegar fyrsta leikhluta lauk var munurinn þrettán stig, 28-15. KR vann að lokum 30 stiga sigur, 90-60. Mesta spennan í gærkvöldi var í Keflavík þegar Haukar komu í heimsókn. Keflavík komst í 7-1 en Haukar svöruðu með 10 stigum í röð og náðu mest 14 stiga forystu, 25-11. Haukar voru með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik en þegar skammt var til leikhlés kom Irena Sól Jónsdóttir Keflavík yfir, 48-46 og Keflavík var tveimur stigum yfir í hálfleik. Haukar byrjuðu lokafjórðunginn vel og náðu fjögurra stiga forystu. Randi Keonsha Brown var stigahæst Haukakvenna, skoraði 26 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 og Sigrún Björg Ólafsdóttir tók 14 fráköst. Lokakaflinn var æsispennandi, níu sinnum skiptust liðin á um að hafa forystu. Bríet Lilja Sigurðardóttir skoraði úr öðru vítaskoti sínu og Haukar náðu þriggja stiga forystu, seinna skotið klikkaði og besti maður vallarins, Katla Rún Garðarsdóttir jafnaði metin úr þriggja stiga skoti þegar skammt var eftir. Katla Rún kláraði leikinn fyrir Keflavík, hún hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Líkt og í sigri Keflavíkur á KR um helgina var Keflavíkurliðið öflugt í lokin og vann 78-70. Katla Rún skoraði 22 stig og þjálfarinn var ánægður með hennar leik eins og sjá má í viðtalinu við hann eftir leikinn. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni.Klippa: Sportpakkinn: Níunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta Dominos-deild kvenna Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Arnar Björnsson fór yfir níundu umferð Domino´s deildar kvenna sem fór fram í gærkvöldi en þar héldu topplið Vals og lið Keflavíkur áfram sigurgöngu sinni og KR og Skallagrímur unnu einnig sína leiki. Valur flýgur áfram í átt að deildarbikartitlinum í eftir ellefta sigurinn í röð. Í gærkvöldi átti Valur ekki í vandræðum með Snæfell. Valsliðið hafði forystu allan tímann og mestur varð munurinn 28 stig. KR tapaði fyrir Keflavík í síðustu umferð en í gærkvöldi var vesturbæjarliðið miklu kraftmeira gegn Breiðabliki. Það var aðeins í byrjun að Blikar héldu í við KR-liðið en þegar fyrsta leikhluta lauk var munurinn þrettán stig, 28-15. KR vann að lokum 30 stiga sigur, 90-60. Mesta spennan í gærkvöldi var í Keflavík þegar Haukar komu í heimsókn. Keflavík komst í 7-1 en Haukar svöruðu með 10 stigum í röð og náðu mest 14 stiga forystu, 25-11. Haukar voru með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik en þegar skammt var til leikhlés kom Irena Sól Jónsdóttir Keflavík yfir, 48-46 og Keflavík var tveimur stigum yfir í hálfleik. Haukar byrjuðu lokafjórðunginn vel og náðu fjögurra stiga forystu. Randi Keonsha Brown var stigahæst Haukakvenna, skoraði 26 stig, Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 og Sigrún Björg Ólafsdóttir tók 14 fráköst. Lokakaflinn var æsispennandi, níu sinnum skiptust liðin á um að hafa forystu. Bríet Lilja Sigurðardóttir skoraði úr öðru vítaskoti sínu og Haukar náðu þriggja stiga forystu, seinna skotið klikkaði og besti maður vallarins, Katla Rún Garðarsdóttir jafnaði metin úr þriggja stiga skoti þegar skammt var eftir. Katla Rún kláraði leikinn fyrir Keflavík, hún hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Líkt og í sigri Keflavíkur á KR um helgina var Keflavíkurliðið öflugt í lokin og vann 78-70. Katla Rún skoraði 22 stig og þjálfarinn var ánægður með hennar leik eins og sjá má í viðtalinu við hann eftir leikinn. Hér fyrir neðan fer Arnar Björnsson yfir leiki gærkvöldsins í kvennakörfunni.Klippa: Sportpakkinn: Níunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta
Dominos-deild kvenna Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira