Harma uppsagnir íþróttafréttamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 17:06 Stór hluti félaga í samtökum íþróttafréttamanna sem ferðaðist til Rússlands sumarið 2018 til að fylgjast með gengi Íslands á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna harmar uppsagnir þriggja blaðamanna hjá Árvakri og eins hjá Sýn sem hafa átt sér stað í dag og í október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson misstu vinnuna hjá Árvakri í dag en með uppsögnunum hverfur hálf íþróttadeild Morgunblaðsins og Mbl.is á einu bretti. Þá var Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni og lýsanda hjá Sýn, sagt upp í október. „Allir þessir fréttamenn eru mjög færir í sínu starfi og íþróttaumfjöllun í landinu mikilvægir en samanlagt hafa þeir um 80 ára reynslu í faginu. Einnig hafa þeir flestir komið með einum eða öðrum hætti beint að starfi Samtaka íþróttafréttamanna og verið lykilmenn í stéttinni um árabil,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrir uppsagnirnar hafi félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna verið 29 en þeim hafi sem betur fer farið fjölgandi á undanförnum árum eftir hrun. Lægst var félagatalan 17 í kringum hrunið. Að óbreyttu hafi Samtök íþróttafréttamanna nú misst tæp fjórtán prósent félagsmanna sinna á einum mánuði. „Þessar uppsagnir sanna það sem blaðamenn hafa alltaf vitað, að starfsöryggi þeirra er lítið sem ekkert. Samtök íþróttafréttamanna standa heilshugar með sínu fólki og vona að fleiri uppsagnir séu ekki á döfinni hjá stéttinni. Hún má ekki við því.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna harmar uppsagnir þriggja blaðamanna hjá Árvakri og eins hjá Sýn sem hafa átt sér stað í dag og í október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson misstu vinnuna hjá Árvakri í dag en með uppsögnunum hverfur hálf íþróttadeild Morgunblaðsins og Mbl.is á einu bretti. Þá var Herði Magnússyni, íþróttafréttamanni og lýsanda hjá Sýn, sagt upp í október. „Allir þessir fréttamenn eru mjög færir í sínu starfi og íþróttaumfjöllun í landinu mikilvægir en samanlagt hafa þeir um 80 ára reynslu í faginu. Einnig hafa þeir flestir komið með einum eða öðrum hætti beint að starfi Samtaka íþróttafréttamanna og verið lykilmenn í stéttinni um árabil,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrir uppsagnirnar hafi félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna verið 29 en þeim hafi sem betur fer farið fjölgandi á undanförnum árum eftir hrun. Lægst var félagatalan 17 í kringum hrunið. Að óbreyttu hafi Samtök íþróttafréttamanna nú misst tæp fjórtán prósent félagsmanna sinna á einum mánuði. „Þessar uppsagnir sanna það sem blaðamenn hafa alltaf vitað, að starfsöryggi þeirra er lítið sem ekkert. Samtök íþróttafréttamanna standa heilshugar með sínu fólki og vona að fleiri uppsagnir séu ekki á döfinni hjá stéttinni. Hún má ekki við því.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08 Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Sjá meira
Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. 28. nóvember 2019 16:08
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent