Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Guðmundur Oddur Magnússon, öðru nafni Goddur. Fréttablaðið/Ernir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn. Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn.
Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira