K-poppstjörnur dæmdar í óhugnanlegu nauðgunarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 09:34 Jung Joon-young mætir til skýrslutöku hjá lögreglu í mars. Vísir/getty Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin. Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43