Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 15:30 Sigríður Andersen ræddi málin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna. Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Gallinn við umræðuna þegar einstök mál koma upp í fjölmiðlum er að hún fær á flug áður en að allar staðreyndir málsins líta dagsins ljós“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkismálanefndar, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins. Sigríður var ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Jón Steindór og Sigríður ræddu þar helst mál albönsku konunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga. Konan sem gengin er 36 vikur á leið var vísað frá landi 5. nóvember síðastliðinn. Hafði hún fengið útgefið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út svokallað „fit to fly“ vottorð og flogið með konuna til Albaníu. „Konan kom sjálfviljug til landsins í byrjun október. Máli hennar var lokið 11. október, nokkrum dögum eftir að hún kom til landsins, það var afgreitt með synjun. Þá var óskað eftir því að hún færi sjálfviljug en hún hefur ekki gert það, þá þarf að framkvæma brottvísun,“ segir Sigríður og bætir við að ekkert í þessu máli endurspegli viðhorf sem ættu að vera öðruvísi.Taka verði á móti fólki á réttum forsendum „Það liggur fyrir að við höfum fengið mikið af hælisumsóknum frá fólki frá Albaníu og nær öllum er hafnað. Það hafa verið um 700 umsóknir frá Albaníu frá 2015 og um 99% er hafnað. Ísland er opið land, það eru 45.000 erlendir ríkisborgarar sem búa hér og vinna, við tökum við fjölmörgum kvótaflóttamönnum. Af 500 hælisumsóknum sem afgreidd voru á fyrri hluta árs hefur 100 verið veitt hæli,“ segir Sigríður. Sigríður segir þá að taka verði á móti fólki á réttum forsendum. Fólk sem sé ekki að flýja ástand sem veiti rétt til að fá stöðu hælisleitanda ætti ekki að fara inn í þetta kerfi og ætti heldur að fara aðra leið. Segist Sigríður þá hafa hvatt félagsmálaráðherra til þess að endurskoða reglur um veitingu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES-svæðisins.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmJón Steindór segist geta tekið undir með Sigríði með að margt fólk komi hingað til lands til að sækja um dvalarleyfi á grundvelli aðstæðna í heimalandinu sem ekki eigi erindi til þess. Þetta mál snúist hins vegar ekki um aðstæður í heimalandinu. „Í mínum huga snerist þetta mál eingöngu um það setjum við konu nauðuga upp í flugvél á 36. viku meðgöngu. Það eigum við ekki að gera, en við gerðum það. Mér finnst það sýna að kerfið hafi ekki að geyma þann sveigjanleika sem til þarf til þess að geta tekið tillit til aðstæðna eins og þessara,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir landið þá of lokað fyrir fólk sem vill koma hingað til lands til þess að vinna. „Við erum ekki með landið nógu opið til þess að t.d. Albana að þeir eigi auðvelt með að koma hingað til að vinna.“ Segir Jón Steindór að sé skynsamlegt sé ætlunin að draga úr fjölda efnahagslegra flóttamanna.
Hælisleitendur Sprengisandur Stjórnsýsla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira