Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales ávarpaði þjóð sína í gær. Getty Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum. Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum.
Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05