Evo Morales segir lífi sínu ógnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:59 Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu. getty/Javier Mamani Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins rétt í þessu. Morales sagði af sér á sunnudag vegna mótmæla sem hafa varað vikum saman en ósætti er í landinu vegna niðurstöðu forsetakosninga. Hann lenti á flugvellinum í Mexíkóborg og hélt hann þar stuttan blaðamannafund. Þá sagði hann að hann hafi verið neyddur til að segja af sér en hann hafi þó verið viljugur til þess „til þess að blóðsúthellingar myndu hætta og til að stöðva ofbeldi.“ Leiðtoginn sagði að hann og bólivísk stjórnvöld væru „mjög þakklát“ mexíkóska forsetanum Andres Manuel Lopez Obrador, en Morales hefur sagt hann hafa bjargað lífi sínu. „Á meðan ég er á lífi mun ég halda áfram í stjórnmálum, baráttan heldur áfram. Allir í heiminum hafa rétt til að brjótast undan ójafnrétti og niðurlægingu,“ bætti hann við. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að Morales hafi komist „örugglega“ til landsins og tísti hann mynd af þotunni sem Morales flaug í.Evo llegó sano y salvo a México pic.twitter.com/RVjCnhgUTo — Marcelo Ebrard C. (@m_ebrard) November 12, 2019 Vélinni var neitað að fljúga í gegn um perúska lofthelgi og neyddist hún til að lenda óvænt í Paragvæ til að taka eldsneyti. Þá fékk vélin ekki leyfi til að fara aftur inn í bólivíska lofthelgi og þurfti hún því að fljúga krókaleið yfir nokkur önnur lönd. Morales, sem er fyrrverandi kakóbóndi, var fyrst kosinn forseti árið 2006, og var þar með fyrsti leiðtogi landsins af frumbyggjaættum. Hann varð vinsæll vegna baráttu gegn fátækt og fyrir að bæta efnahagsástand Bólivíu en hann var gagnrýndur fyrir að beygja stjórnarskrárlög sem sögðu til um að forseti gæti ekki setið í meira en þrjú kjörtímabil þegar hann var endurkjörinn í október.Fréttin var uppfærð klukkan 21:25. Bólivía Mexíkó Tengdar fréttir Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins rétt í þessu. Morales sagði af sér á sunnudag vegna mótmæla sem hafa varað vikum saman en ósætti er í landinu vegna niðurstöðu forsetakosninga. Hann lenti á flugvellinum í Mexíkóborg og hélt hann þar stuttan blaðamannafund. Þá sagði hann að hann hafi verið neyddur til að segja af sér en hann hafi þó verið viljugur til þess „til þess að blóðsúthellingar myndu hætta og til að stöðva ofbeldi.“ Leiðtoginn sagði að hann og bólivísk stjórnvöld væru „mjög þakklát“ mexíkóska forsetanum Andres Manuel Lopez Obrador, en Morales hefur sagt hann hafa bjargað lífi sínu. „Á meðan ég er á lífi mun ég halda áfram í stjórnmálum, baráttan heldur áfram. Allir í heiminum hafa rétt til að brjótast undan ójafnrétti og niðurlægingu,“ bætti hann við. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að Morales hafi komist „örugglega“ til landsins og tísti hann mynd af þotunni sem Morales flaug í.Evo llegó sano y salvo a México pic.twitter.com/RVjCnhgUTo — Marcelo Ebrard C. (@m_ebrard) November 12, 2019 Vélinni var neitað að fljúga í gegn um perúska lofthelgi og neyddist hún til að lenda óvænt í Paragvæ til að taka eldsneyti. Þá fékk vélin ekki leyfi til að fara aftur inn í bólivíska lofthelgi og þurfti hún því að fljúga krókaleið yfir nokkur önnur lönd. Morales, sem er fyrrverandi kakóbóndi, var fyrst kosinn forseti árið 2006, og var þar með fyrsti leiðtogi landsins af frumbyggjaættum. Hann varð vinsæll vegna baráttu gegn fátækt og fyrir að bæta efnahagsástand Bólivíu en hann var gagnrýndur fyrir að beygja stjórnarskrárlög sem sögðu til um að forseti gæti ekki setið í meira en þrjú kjörtímabil þegar hann var endurkjörinn í október.Fréttin var uppfærð klukkan 21:25.
Bólivía Mexíkó Tengdar fréttir Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42
Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54