Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 20:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. Jafnframt segir Wikileaks að þetta sé fyrri „gagnaskammturinn“ af tveimur sem opinberaður verður. Næsti skammtur sé væntanlegur eftir um tvær til þrjár vikur, þegar fjölmiðlar á borð við Al Jazeera birta umfjallanir sínar úr gögnunum. Gögnin sem þegar hafa verið opinberuð má nálgast hér, á vefsíðu Wikileaks. Þau hafa hlotið heitið Fishrot Files. Þau eiga að varpa ljósi á það sem fram kemur í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í kvöld; hvernig Samherji á að hafa beitt sér með ólöglegum og óeðlilegum hætti til að sölsa undir sig gjöful fiskimiðin undan ströndum Namibíu. Gögnin eru dagsett á árabilinu 2010 til 2016 þegar Samherji treysti ítök sín í landinu, nú er svo komið að sjávarútvegsfyrirtækið er stærsti eigandi namibísks fiskveiðikvóta. Úr gögnunum; sem samanstanda af tölvupóstum, skýrslum, töflum, kynningum og ljósmyndum, á að vera hægt að lesa hvernig Samherji mútaði namibískum embættis- og stjórnmálamönnum til þess að auka áhrif sín og tryggja tangarhald sitt á auðlindum landsins.RELEASE: Fishrot Files, over 30, 000 internal documents in a searchable database from the international fishing company Samherji, exposing corrupt schemes in Namibia, including millions of US$ in bribes to officials, to gain access to its fishing area.https://t.co/boT3p138TA— WikiLeaks (@wikileaks) November 12, 2019 Skúffur í eyríkjum og leynireikningar Þau eru jafnframt sögð varpa ljósi á það hvernig Samherji uppfyllt ekki loforð sín um innviðauppbyggingu og fjölgun starfa. Þvert á móti hafi sjávarútvegsfyrirtækið flutt hagnað sinn úr landi, í gegnum skúffufyrirtæki á eyríkjunum Kýpur og Máritíus. Þar að auki er Samherji sagður hafa opnað leynireikninga í Dúbaí sem notaðir voru til þess að greiða fyrrnefndar mútur. Haft er eftir ritstjóra Wikileaks, Kristni Hrafnssyni, í tilkynningu sem send er út vegna birtingar gagnanna, að þau beri með sér hvernig alþjóðlegt stórfyrirtæki virðist hafa farið á svig við lög, bæði namibísk og alþjóðleg, til þess að „múta embættismönnum til að fá aðgang að náttúruauðlindum Afríkuríkis sem hefur stritað gegn spillingu.“Kristinn Hrafnsson gegnir nú stöðu ritstjóra Wikileaks.Eva Joly ver Jóhannes Fyrrnefndur Jóhannes Stefánsson, sem lét gögnin af hendi, er aukinheldur sagður starfa náið með namibískum yfirvöldum sem hafa mál Samherja til rannsóknar. Þarlendir miðlar hafa greint frá því að Íslendingur hafi afhent nefnd um varnir gegn spillingu í Namibíu harðan disk fullan af gögnum í tengslum við rannsóknina. Ætla má að um Jóhannes og gögnin hans sé að ræða. Við rannsókn sína eru namibísk stjórnvöld sögð hafa sett sig í samband við starfssystkin sín í Dúbaí, Noregi, á Márítus, Kýpur og á Íslandi. Ástæðan fyrir því að leita til Noregs er sögð sú að Samherji á að hafa flutt fjármuni úr fyrirtækjum sínum á Kýpur í gegnum norska bankareikninga. Eva Joly, rannsóknardómari og fyrrverandi ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara íslenska bankahrunsins, hefur tekið að sér að verja hagsmuni Jóhannesar. Í fyrrnefndri tilkynningu hrósar hún Jóhannesi fyrir hugrekki sitt og segir hann með uppljóstrun sinni hafa tekið afstöðu með namibísku þjóðinni. „Ég þekki það af störfum mínum sem dómari og á Evrópuþinginu að öllum brögðum verður beitt til að grafa undan trúverðugleika þessa hugrakka manns,“ segir Joly. „Það eru varnarviðbrögð spillingarinnar. Staðreyndirnar sem við sjáum hér tala hins vegar sínu máli. Það er útilokað að líta fram hjá eða mistúlka gögnin og við munum há þessa hildi saman.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. Jafnframt segir Wikileaks að þetta sé fyrri „gagnaskammturinn“ af tveimur sem opinberaður verður. Næsti skammtur sé væntanlegur eftir um tvær til þrjár vikur, þegar fjölmiðlar á borð við Al Jazeera birta umfjallanir sínar úr gögnunum. Gögnin sem þegar hafa verið opinberuð má nálgast hér, á vefsíðu Wikileaks. Þau hafa hlotið heitið Fishrot Files. Þau eiga að varpa ljósi á það sem fram kemur í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í kvöld; hvernig Samherji á að hafa beitt sér með ólöglegum og óeðlilegum hætti til að sölsa undir sig gjöful fiskimiðin undan ströndum Namibíu. Gögnin eru dagsett á árabilinu 2010 til 2016 þegar Samherji treysti ítök sín í landinu, nú er svo komið að sjávarútvegsfyrirtækið er stærsti eigandi namibísks fiskveiðikvóta. Úr gögnunum; sem samanstanda af tölvupóstum, skýrslum, töflum, kynningum og ljósmyndum, á að vera hægt að lesa hvernig Samherji mútaði namibískum embættis- og stjórnmálamönnum til þess að auka áhrif sín og tryggja tangarhald sitt á auðlindum landsins.RELEASE: Fishrot Files, over 30, 000 internal documents in a searchable database from the international fishing company Samherji, exposing corrupt schemes in Namibia, including millions of US$ in bribes to officials, to gain access to its fishing area.https://t.co/boT3p138TA— WikiLeaks (@wikileaks) November 12, 2019 Skúffur í eyríkjum og leynireikningar Þau eru jafnframt sögð varpa ljósi á það hvernig Samherji uppfyllt ekki loforð sín um innviðauppbyggingu og fjölgun starfa. Þvert á móti hafi sjávarútvegsfyrirtækið flutt hagnað sinn úr landi, í gegnum skúffufyrirtæki á eyríkjunum Kýpur og Máritíus. Þar að auki er Samherji sagður hafa opnað leynireikninga í Dúbaí sem notaðir voru til þess að greiða fyrrnefndar mútur. Haft er eftir ritstjóra Wikileaks, Kristni Hrafnssyni, í tilkynningu sem send er út vegna birtingar gagnanna, að þau beri með sér hvernig alþjóðlegt stórfyrirtæki virðist hafa farið á svig við lög, bæði namibísk og alþjóðleg, til þess að „múta embættismönnum til að fá aðgang að náttúruauðlindum Afríkuríkis sem hefur stritað gegn spillingu.“Kristinn Hrafnsson gegnir nú stöðu ritstjóra Wikileaks.Eva Joly ver Jóhannes Fyrrnefndur Jóhannes Stefánsson, sem lét gögnin af hendi, er aukinheldur sagður starfa náið með namibískum yfirvöldum sem hafa mál Samherja til rannsóknar. Þarlendir miðlar hafa greint frá því að Íslendingur hafi afhent nefnd um varnir gegn spillingu í Namibíu harðan disk fullan af gögnum í tengslum við rannsóknina. Ætla má að um Jóhannes og gögnin hans sé að ræða. Við rannsókn sína eru namibísk stjórnvöld sögð hafa sett sig í samband við starfssystkin sín í Dúbaí, Noregi, á Márítus, Kýpur og á Íslandi. Ástæðan fyrir því að leita til Noregs er sögð sú að Samherji á að hafa flutt fjármuni úr fyrirtækjum sínum á Kýpur í gegnum norska bankareikninga. Eva Joly, rannsóknardómari og fyrrverandi ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara íslenska bankahrunsins, hefur tekið að sér að verja hagsmuni Jóhannesar. Í fyrrnefndri tilkynningu hrósar hún Jóhannesi fyrir hugrekki sitt og segir hann með uppljóstrun sinni hafa tekið afstöðu með namibísku þjóðinni. „Ég þekki það af störfum mínum sem dómari og á Evrópuþinginu að öllum brögðum verður beitt til að grafa undan trúverðugleika þessa hugrakka manns,“ segir Joly. „Það eru varnarviðbrögð spillingarinnar. Staðreyndirnar sem við sjáum hér tala hins vegar sínu máli. Það er útilokað að líta fram hjá eða mistúlka gögnin og við munum há þessa hildi saman.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00