Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. nóvember 2019 12:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Katrín var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar um ásakanir á hendur Samherja um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. „Ég vil nú fyrst segja það að mér var mjög brugðið að sjá þau gögn sem þarna var fjallað um í Kveik í gær,“ segir Katrín.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelm„Ef það mun reynast rétt sem þarna kom fram, að málum sé háttað með þessum hætti, þá er það auðvitað til skammar fyrir Samherja og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. Þetta varðar auðvitað lög í landinu ef rétt reynist, lög um mútugreiðslur þar á meðal.“ Hún bendir á að málið sé á borði héraðssaksóknara og sömuleiðis hafi skattrannsóknarstjóri gögn tengd málinu á boði sínu. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framgang málsins - þau lönd sem komu við sögu.“ Nú liggi boltinn hjá viðeigandi yfirvöldum. Mikilvægt sé að réttarkerfið fari yfir málið með réttum hætti.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Samherji er sakaður um að hafa greitt hundruð milljóna króna undir borðið til að tryggja sér aðgang að kvóta í Namibíu.Wikileaks„Eins og ég segi, þau gögn sem voru sýnd voru í gær eru mjög sláandi. Það er eðlilegt að málið verði rannsakað með mjög vönduðum hætti.“ Ísland veitti árum saman háum fjármunum til þróunarstarfa í Namibíu og vakti athygli. Tengsl Íslands við Namibíu er ekki svo fallegt á að líta eftir birtingu gagnanna í gær. Þá er vert að hafa í huga að Ísland lenti nýverið á lista þeirra þjóða sem ekki teljast hafa brugðist við aðgerðum gegn peningaþvætti, gráum lista þjóða sem hafi ekki upp tilskyldar varnir. „Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni.“ Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja á borð við Samherja sé auðvitað töluverð. „Þess vegna segi ég að ef málavextir reynast þeir sem líst var í þættinum í gær þá er þetta mál Samherja til skammar. Ég vil líka segja það að það er sérlega dapurlegt að einmitt land þar sem Íslendingar höfðu verið að verja fjármunum til þróunarsamvinnu að þetta sé svo niðurstaðan af því.“ Alþingi Samherjaskjölin Utanríkismál Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. Katrín var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar um ásakanir á hendur Samherja um himinháar mútugreiðslur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér kvóta þar í landi. „Ég vil nú fyrst segja það að mér var mjög brugðið að sjá þau gögn sem þarna var fjallað um í Kveik í gær,“ segir Katrín.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelm„Ef það mun reynast rétt sem þarna kom fram, að málum sé háttað með þessum hætti, þá er það auðvitað til skammar fyrir Samherja og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. Þetta varðar auðvitað lög í landinu ef rétt reynist, lög um mútugreiðslur þar á meðal.“ Hún bendir á að málið sé á borði héraðssaksóknara og sömuleiðis hafi skattrannsóknarstjóri gögn tengd málinu á boði sínu. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framgang málsins - þau lönd sem komu við sögu.“ Nú liggi boltinn hjá viðeigandi yfirvöldum. Mikilvægt sé að réttarkerfið fari yfir málið með réttum hætti.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Samherji er sakaður um að hafa greitt hundruð milljóna króna undir borðið til að tryggja sér aðgang að kvóta í Namibíu.Wikileaks„Eins og ég segi, þau gögn sem voru sýnd voru í gær eru mjög sláandi. Það er eðlilegt að málið verði rannsakað með mjög vönduðum hætti.“ Ísland veitti árum saman háum fjármunum til þróunarstarfa í Namibíu og vakti athygli. Tengsl Íslands við Namibíu er ekki svo fallegt á að líta eftir birtingu gagnanna í gær. Þá er vert að hafa í huga að Ísland lenti nýverið á lista þeirra þjóða sem ekki teljast hafa brugðist við aðgerðum gegn peningaþvætti, gráum lista þjóða sem hafi ekki upp tilskyldar varnir. „Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni.“ Samfélagsleg ábyrgð stórra fyrirtækja á borð við Samherja sé auðvitað töluverð. „Þess vegna segi ég að ef málavextir reynast þeir sem líst var í þættinum í gær þá er þetta mál Samherja til skammar. Ég vil líka segja það að það er sérlega dapurlegt að einmitt land þar sem Íslendingar höfðu verið að verja fjármunum til þróunarsamvinnu að þetta sé svo niðurstaðan af því.“
Alþingi Samherjaskjölin Utanríkismál Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira