Mikill misskilningur að transfólk sé ringlað eða í óvissu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 14:45 Ugla Stefanía Kristjönu- og Jónsdóttir var valin ein af hundrað áhrifamestu konum ársins af BBC. Hún kom út sem transmanneskja 18 ára gömul. Skjáskot/Stöð 2 „Ef að ég væri að alast upp í dag og væri krakki í dag, þá hefði ég örugglega komið út mun fyrr. Vegna þess að umræðan er miklu opnari og fólk hefur meira tækifæri til að vera það sjálft,“ segir Ugla Stefanía Kristjönu- og Jónsdóttir, í viðtali í þættinum Ísland í dag. Ugla Stefanía er transmanneskja, kynjafræðingur og formaður Trans Ísland. Hún hlaut á dögunum þann heiður að vera á meðal hundrað áhrifamestu kvenna ársins samkvæmt lista breska ríkisútvarpsins BBC. Ugla Stefanía var í kringum 12 ára aldur þegar hún áttaði sig fyllilega á því að hún væri ekki strákur og 18 ára þegar hún kom út úr skápnum sem transmanneskja. Í viðtalinu segir Ugla Stefanía að það hafi komið sér á óvart að vera valin ein áhrifamesta kona ársins. Viðtal við Uglu Stefaníu í þættinum Good Morning Britain vakti mikla athygli árið 2017 en hún fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtalið til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. „Það var rosalega mikil ágreiningur þar og það skapaði mikla athygli. Svo var ég náttúrulega í frumvarpshópnum á Íslandi sem að gerði lögin um kynrænt sjálfræði og hef verið að tala mikið fyrir því. Þau vissu af þessum hlutum. Ég hef gefið út bók í Bretlandi fyrir transungmenni, svona hjálparbók.“Sjá einnig: Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“Fox og Ugla Stefanía í Good Morning Britain.SkjáskotMargir telja baráttuna ómerkilega Ugla hefur komið fram í fjölda þátta í Bretlandi, haldið fyrirlestra, skrifað bækur og gert myndir um málefni transfólks og mannréttindi almennt. Ugla Stefanía segir að það staðfesti að þessi barátta er mikilvæg, að hennar nafn sé á þessum lista. „Af því að það er rosalega mikið af fólki sem gerir lítið úr baráttu transfólks, sem segir að þetta sé ótrúlega ómerkilegt og skipti ekki neinu máli. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa með að vekja athygli á þessum málum.“ Á lista BBC voru einnig Greta Thunberg, Dina Asher-Smith, Alexandria Ocasio-Cortez og fleiri magnaðar konur. Aðspurð hvort hún hafi íhugað að kynna sig bara fyrir fólki sem konu en ekki transkonu, viðurkennir Ugla Stefanía að hún hafi alveg hugsað út í það í byrjun. „Þegar ég byrjaði í mínu ferli, sem var fyrir rúmum tíu árum síðan þá var það svolítið sem ég hugsaði, að ég kannski hefði þann möguleika á því að hverfa í fjöldann og hafa bara þægilegt líf og vera ekkert að spá í því. En ég áttaði mig mjög fljótt á því að það var mjög mikið skilningsleysi, mikið af veggjum sem ég var sífellt að reka mig á, hvort sem það var í heilbrigðiskerfinu eða innan menntakerfisins.“ Ugla Stefanía segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að breyta um nafn og kyn á sínum tíma.„Mér var gert rosalega erfitt fyrir þannig að ég ákvað svolítið að byrja að taka slaginn. Svo varð ég bara óvart einhver aktívisti og tók það bara svolítið á mig.“Féll aldrei inn í hugmyndir um karlkynið Hún segist ekki finna fyrir fordómum persónulega í sínu daglega lífi og lendir oftar í því að fólk nálgist sig á jákvæðu nótunum en varðandi eitthvað neikvætt. „En fyrir transfólk sem er ekki þekkt eða hefur ekki þetta sjálfstraust og er kannski meira sýnilegra trans lendir í miklu meira áreiti heldur en ég geri. Ég hef alveg heyrt dæmi þar sem transfólki er vísað af skemmtistað fyrir að vera trans.“ Ugla Stefanía segir að hún hafi verið heppin með foreldra, fjölskyldu og umhverfi. „Ég hef alveg frá barnæsku aldrei fallið inn í einhverjar svona hugmyndir um stráka og karla og hef alltaf verið rosalega kvenleg. En á sama tíma var ég alltaf svaka sjálfsörugg, í íþróttum og rosa virk í félagslífi. Ég vissulega upplifði einelti en ég var samt alltaf með góðan stuðning. Ég hef alltaf verið heppin en á vissum tíma var þetta auðvitað rosalega erfitt. Erfitt sætta sig við þetta sjálf og svo bara segja þetta við aðra. Það var einhvern veginn erfiðasta skrefið.“Ugla Stefanía segir að hún hafi fengið að vera hún sjálf í æsku og að foreldrarnir hafi ekki ýtt henni í neina átt.Skjáskot/Stöð 2Alltaf mikil fullvissa Ugla Stefanía segir að hún hafi upplifað í fyrstu skömm yfir því að vera trans.„Það var bara vegna þess að í fjölmiðlum og kvikmyndum og alls staðar var alltaf gert lítið úr transfólki, brandarinn var alltaf á okkar kostnað.“ Það hafi verið mikilvægt að skila þeirri skömm. Ugla Stefanía er í sambandi með Fox Fisher og saman framleiða þau þætti og myndir um transfólk og mannréttindi. Hún segir að Bretland sé ekki komið jafn langt og Ísland þegar kemur að réttindabaráttu og félagslegri viðurkenningu transfólks. „Transfólk upplifir rosalega mikið mótlæti í bresku samfélagi og það er kannski út af því fjölmiðlaumræðan er miklu fjandsamlegri.“ Erfitt sé að berjast gegn þeim ranghugmyndum og ranghugsunum sem þar eru í gangi. „Ég held að mesti misskilningurinn sé að transfólk sé ringlað eða viti ekki hver þau eru og að þetta snúist um einhverja óvissu. Eins og orðið kynáttunarvandi, sem er náttúrulega gömul lýsing á einhvers konar sjúkdómsheiti og það segir að transfólk sé í einhvers konar vanda.“ Ugla Stefanía að vandamálið sé að samfélagið viðurkenni ekki kynvitund eða sjálfsmynd transfólks, ekki að transfólk sé í einhverjum vanda. „Ég held að fólk þurfi að átta sig á því að þegar transmanneskja kemur út og ákveður að stíga þetta skref að vera hún sjálf, þá er mikil fullvissa sem ríkir þar og það gerir þetta enginn í einhvers konar kæruleysi.“Skjáskot/Stöð 2Erfið ákvörðun að ganga með barn Hún segir að það sé margt frábært við að vera trans en einnig margt mjög erfitt og transfólk þarf að komast yfir margar hindranir í samfélaginu. Ugla Stefanía talar um sjálfa sig sem transmanneskju. „Mér er alveg sama hvort það er transkona eða transmanneskja. Ég er kannski er líka að upplifa mig aðeins meira kynsegin, sem er fólk sem kannski skilgreinir sig ekki mjög fast í þessum flokkum. Þannig að fyrir mig skiptir það rosalega litlu máli, ég veit hver ég er, ég er ánægð með mig og er á góðum stað í lífinu.“ Ugla segir að það besta við að vera transkona sé allt frábæra fólkið sem hún hefur kynnst.„Maður fær ákveðin tækifæri líka, eins og til dæmis að gefa út bók til þess að hjálpa transungmennum.“ Ugla Stefanía ætlar að gifta sig einn daginn og er byrjuð að ræða barneignir með Fox. „Fox hefur alveg rætt það að hugsanlega að ganga með barn af því að hann hefur ekki látið fjarlægja leg og fleira en það er rosalega erfitt fyrir einhvern sem skilgreinir sig sem karl eða svona karlmegin, að ætla allt í einu að ganga með barn af því að það er rosa kvenlegt og tengt móðurhlutverkinu.“ Þetta er mjög erfið ákvörðun og kemur því einnig til greina ættleiðing eða að gerast fósturfjölskylda. „Það er fullt af börnum sem þarf á fjölskyldu að halda.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Hinsegin Ísland í dag Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Formaður Trans Ísland segir skopteiknara Moggans til syndanna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi, gagnrýnir harðlega skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Segir hún teiknarann á bak við myndina mega skammast sín. 22. júlí 2019 22:14 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
„Ef að ég væri að alast upp í dag og væri krakki í dag, þá hefði ég örugglega komið út mun fyrr. Vegna þess að umræðan er miklu opnari og fólk hefur meira tækifæri til að vera það sjálft,“ segir Ugla Stefanía Kristjönu- og Jónsdóttir, í viðtali í þættinum Ísland í dag. Ugla Stefanía er transmanneskja, kynjafræðingur og formaður Trans Ísland. Hún hlaut á dögunum þann heiður að vera á meðal hundrað áhrifamestu kvenna ársins samkvæmt lista breska ríkisútvarpsins BBC. Ugla Stefanía var í kringum 12 ára aldur þegar hún áttaði sig fyllilega á því að hún væri ekki strákur og 18 ára þegar hún kom út úr skápnum sem transmanneskja. Í viðtalinu segir Ugla Stefanía að það hafi komið sér á óvart að vera valin ein áhrifamesta kona ársins. Viðtal við Uglu Stefaníu í þættinum Good Morning Britain vakti mikla athygli árið 2017 en hún fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtalið til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. „Það var rosalega mikil ágreiningur þar og það skapaði mikla athygli. Svo var ég náttúrulega í frumvarpshópnum á Íslandi sem að gerði lögin um kynrænt sjálfræði og hef verið að tala mikið fyrir því. Þau vissu af þessum hlutum. Ég hef gefið út bók í Bretlandi fyrir transungmenni, svona hjálparbók.“Sjá einnig: Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“Fox og Ugla Stefanía í Good Morning Britain.SkjáskotMargir telja baráttuna ómerkilega Ugla hefur komið fram í fjölda þátta í Bretlandi, haldið fyrirlestra, skrifað bækur og gert myndir um málefni transfólks og mannréttindi almennt. Ugla Stefanía segir að það staðfesti að þessi barátta er mikilvæg, að hennar nafn sé á þessum lista. „Af því að það er rosalega mikið af fólki sem gerir lítið úr baráttu transfólks, sem segir að þetta sé ótrúlega ómerkilegt og skipti ekki neinu máli. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa með að vekja athygli á þessum málum.“ Á lista BBC voru einnig Greta Thunberg, Dina Asher-Smith, Alexandria Ocasio-Cortez og fleiri magnaðar konur. Aðspurð hvort hún hafi íhugað að kynna sig bara fyrir fólki sem konu en ekki transkonu, viðurkennir Ugla Stefanía að hún hafi alveg hugsað út í það í byrjun. „Þegar ég byrjaði í mínu ferli, sem var fyrir rúmum tíu árum síðan þá var það svolítið sem ég hugsaði, að ég kannski hefði þann möguleika á því að hverfa í fjöldann og hafa bara þægilegt líf og vera ekkert að spá í því. En ég áttaði mig mjög fljótt á því að það var mjög mikið skilningsleysi, mikið af veggjum sem ég var sífellt að reka mig á, hvort sem það var í heilbrigðiskerfinu eða innan menntakerfisins.“ Ugla Stefanía segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að breyta um nafn og kyn á sínum tíma.„Mér var gert rosalega erfitt fyrir þannig að ég ákvað svolítið að byrja að taka slaginn. Svo varð ég bara óvart einhver aktívisti og tók það bara svolítið á mig.“Féll aldrei inn í hugmyndir um karlkynið Hún segist ekki finna fyrir fordómum persónulega í sínu daglega lífi og lendir oftar í því að fólk nálgist sig á jákvæðu nótunum en varðandi eitthvað neikvætt. „En fyrir transfólk sem er ekki þekkt eða hefur ekki þetta sjálfstraust og er kannski meira sýnilegra trans lendir í miklu meira áreiti heldur en ég geri. Ég hef alveg heyrt dæmi þar sem transfólki er vísað af skemmtistað fyrir að vera trans.“ Ugla Stefanía segir að hún hafi verið heppin með foreldra, fjölskyldu og umhverfi. „Ég hef alveg frá barnæsku aldrei fallið inn í einhverjar svona hugmyndir um stráka og karla og hef alltaf verið rosalega kvenleg. En á sama tíma var ég alltaf svaka sjálfsörugg, í íþróttum og rosa virk í félagslífi. Ég vissulega upplifði einelti en ég var samt alltaf með góðan stuðning. Ég hef alltaf verið heppin en á vissum tíma var þetta auðvitað rosalega erfitt. Erfitt sætta sig við þetta sjálf og svo bara segja þetta við aðra. Það var einhvern veginn erfiðasta skrefið.“Ugla Stefanía segir að hún hafi fengið að vera hún sjálf í æsku og að foreldrarnir hafi ekki ýtt henni í neina átt.Skjáskot/Stöð 2Alltaf mikil fullvissa Ugla Stefanía segir að hún hafi upplifað í fyrstu skömm yfir því að vera trans.„Það var bara vegna þess að í fjölmiðlum og kvikmyndum og alls staðar var alltaf gert lítið úr transfólki, brandarinn var alltaf á okkar kostnað.“ Það hafi verið mikilvægt að skila þeirri skömm. Ugla Stefanía er í sambandi með Fox Fisher og saman framleiða þau þætti og myndir um transfólk og mannréttindi. Hún segir að Bretland sé ekki komið jafn langt og Ísland þegar kemur að réttindabaráttu og félagslegri viðurkenningu transfólks. „Transfólk upplifir rosalega mikið mótlæti í bresku samfélagi og það er kannski út af því fjölmiðlaumræðan er miklu fjandsamlegri.“ Erfitt sé að berjast gegn þeim ranghugmyndum og ranghugsunum sem þar eru í gangi. „Ég held að mesti misskilningurinn sé að transfólk sé ringlað eða viti ekki hver þau eru og að þetta snúist um einhverja óvissu. Eins og orðið kynáttunarvandi, sem er náttúrulega gömul lýsing á einhvers konar sjúkdómsheiti og það segir að transfólk sé í einhvers konar vanda.“ Ugla Stefanía að vandamálið sé að samfélagið viðurkenni ekki kynvitund eða sjálfsmynd transfólks, ekki að transfólk sé í einhverjum vanda. „Ég held að fólk þurfi að átta sig á því að þegar transmanneskja kemur út og ákveður að stíga þetta skref að vera hún sjálf, þá er mikil fullvissa sem ríkir þar og það gerir þetta enginn í einhvers konar kæruleysi.“Skjáskot/Stöð 2Erfið ákvörðun að ganga með barn Hún segir að það sé margt frábært við að vera trans en einnig margt mjög erfitt og transfólk þarf að komast yfir margar hindranir í samfélaginu. Ugla Stefanía talar um sjálfa sig sem transmanneskju. „Mér er alveg sama hvort það er transkona eða transmanneskja. Ég er kannski er líka að upplifa mig aðeins meira kynsegin, sem er fólk sem kannski skilgreinir sig ekki mjög fast í þessum flokkum. Þannig að fyrir mig skiptir það rosalega litlu máli, ég veit hver ég er, ég er ánægð með mig og er á góðum stað í lífinu.“ Ugla segir að það besta við að vera transkona sé allt frábæra fólkið sem hún hefur kynnst.„Maður fær ákveðin tækifæri líka, eins og til dæmis að gefa út bók til þess að hjálpa transungmennum.“ Ugla Stefanía ætlar að gifta sig einn daginn og er byrjuð að ræða barneignir með Fox. „Fox hefur alveg rætt það að hugsanlega að ganga með barn af því að hann hefur ekki látið fjarlægja leg og fleira en það er rosalega erfitt fyrir einhvern sem skilgreinir sig sem karl eða svona karlmegin, að ætla allt í einu að ganga með barn af því að það er rosa kvenlegt og tengt móðurhlutverkinu.“ Þetta er mjög erfið ákvörðun og kemur því einnig til greina ættleiðing eða að gerast fósturfjölskylda. „Það er fullt af börnum sem þarf á fjölskyldu að halda.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hinsegin Ísland í dag Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Formaður Trans Ísland segir skopteiknara Moggans til syndanna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi, gagnrýnir harðlega skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Segir hún teiknarann á bak við myndina mega skammast sín. 22. júlí 2019 22:14 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
Formaður Trans Ísland segir skopteiknara Moggans til syndanna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi, gagnrýnir harðlega skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Segir hún teiknarann á bak við myndina mega skammast sín. 22. júlí 2019 22:14
Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30
Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00
Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02