Vísa deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands til gerðardóms Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 20:16 Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sögðu sig frá rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratryggingar Íslands hafa náð samkomulagi um að vísa deilumáli um gildistíma rammasamnings þeirra til gerðardóms. Rammasamningur sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar rann út þann 31. janúar síðastliðinn. Gerðardómur mun því úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins. Á meðan meðferð málsins fyrir dómi stendur mun Félag sjúkraþjálfara starfa eftir samningnum og verða sjúkraþjálfarar því aftur bundnir að samningnum frá og með morgundeginum með eðlilegum rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands. Fyrir helgi sögðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sig frá samningnum þar sem þeim þótti ekki ákjósanlegt að starfa eftir útrunnum samningi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, tilkynnti Félag sjúkraþjálfara í kjölfarið til samkeppniseftirlitsins vegna gruns um brot á reglum samkeppnislaga um ólögmætt verðsamráð. Sögðu þau félagsmönnum hafa borist gjaldskrá sem þeir áttu að starfa eftir.Sjá einnig: „Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“ Í viðtali við fréttastofu í gær vísaði Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, þessum ásökunum á bug og sagði áherslu hafa verið lagða á að hver og einn sjúkraþjálfari myndi setja sína gjaldskrá. Hún sagði ásakanir forstjórans alvarlegar og ekki vera á rökum reistar. Í fréttatilkynningu er haft eftir Unni að mikilvægt sé fyrir sjúkraþjálfara að Sjúkratryggingar hafi fallist á það að hefja viðræður um innkaupaaðferðir og leiðir til þess að koma á samningum um þjónustu sjúkraþjálfara. Hún gagnrýndi þá stefnu að láta sjúkraþjálfara keppast um sjúklinga líkt og um útboð á malbiksframkvæmdum væri að ræða. „Í stað þess að það sé gerður heildstæður rammasamningur við sjúkraþjálfara um þá þjónustu sem við veitum þá er ætlast til þess að fólk keppi um sjúklingana; keppi um þá eins og útboð á malbiksframkvæmdum þar sem eina breytan sem lögð er til grundvallar er hversu lágt verð geturðu boðið,“ sagði Unnur í samtali við fréttastofu í gær.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19 Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40 Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Formaður Félags sjúkraþjálfara: „Þetta eru alvarlegar ávirðingar sem á okkur eru bornar“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, hafnar ásökunum forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. 12. nóvember 2019 12:19
Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi sjúkraþjálfara. 7. nóvember 2019 11:40
Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. 11. nóvember 2019 13:42