Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 08:56 Grace Millane var 22 ára þegar hún var myrt. Til hægri má sjá manninn sem grunaður er um að hafa myrt hana flytja lík hennar í ferðatösku. Mynd/Samsett Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29