Sannleikurinn Katrín Oddsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 14:15 Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland. Auk þess sögðu 83% kjósenda að í nýrri stjórnarskrá skyldi lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Á þeim 2.581 degi frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi hvorki sett Íslandi þá stjórnarskrá sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar né komið ákvæði um auðlindir landsins í gildandi stjórnarskrá. Ekkert hefur gerst. Ekki neitt. Sú tillaga að auðlindaákvæði sem formannanefnd stjórnmálaflokka á Alþingis hefur lagt fram í samráðsgátt hefur að geyma lakari vernd almennings til eignarhalds á auðlindum en finna má í nýju stjórnarskránni sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum veruleika rennur fjárhagslegi arðurinn af nytjastofnum á Íslandsmiðum í vasa örfárra útvaldra einstaklinga. Í krafti arðsins færa svo þessir einstaklingar út kvíar sínar til landa á borð við Namibíu. Gleymum því ekki að við látum þetta viðgangast með sinnuleysi okkar dag eftir dag. Ár eftir ár. Misrétti elur af sér meira misrétti. Réttlæti skapar aukið réttlæti. Nú er mál til komið að fólk á Íslandi standi saman og rísi upp gegn gegndarlausu arðráni og spillingu sem þrífst hér á landi, og stjórnvöld veita okkur enga vörn fyrir. Getum við sætt okkur við hvernig farið er með fullveldi, auðlindir og æru okkar sem þjóð? Allt opinbert vald sprettur frá þjóðinni. Einmitt þess vegna er það þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Við VERÐUM að vakna!Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sagan Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. 2. október 2019 09:45 Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland. Auk þess sögðu 83% kjósenda að í nýrri stjórnarskrá skyldi lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Á þeim 2.581 degi frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi hvorki sett Íslandi þá stjórnarskrá sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar né komið ákvæði um auðlindir landsins í gildandi stjórnarskrá. Ekkert hefur gerst. Ekki neitt. Sú tillaga að auðlindaákvæði sem formannanefnd stjórnmálaflokka á Alþingis hefur lagt fram í samráðsgátt hefur að geyma lakari vernd almennings til eignarhalds á auðlindum en finna má í nýju stjórnarskránni sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum veruleika rennur fjárhagslegi arðurinn af nytjastofnum á Íslandsmiðum í vasa örfárra útvaldra einstaklinga. Í krafti arðsins færa svo þessir einstaklingar út kvíar sínar til landa á borð við Namibíu. Gleymum því ekki að við látum þetta viðgangast með sinnuleysi okkar dag eftir dag. Ár eftir ár. Misrétti elur af sér meira misrétti. Réttlæti skapar aukið réttlæti. Nú er mál til komið að fólk á Íslandi standi saman og rísi upp gegn gegndarlausu arðráni og spillingu sem þrífst hér á landi, og stjórnvöld veita okkur enga vörn fyrir. Getum við sætt okkur við hvernig farið er með fullveldi, auðlindir og æru okkar sem þjóð? Allt opinbert vald sprettur frá þjóðinni. Einmitt þess vegna er það þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Við VERÐUM að vakna!Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Sagan Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. 2. október 2019 09:45
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun