Essin þrjú: Shakira, Samherji og spilling Friðrik Agni Árnason skrifar 16. nóvember 2019 09:00 Í miðri Samherja umfjöllun, enn eitt stórmálið sem virðist byggja á siðblindu og spillingu fólks á þessu annars ágæta móðurlandi var ég staddur á bíótónleikum með kólumbíska söng/dans/velferðarsinnanum Shakiru. Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini. Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma. Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið. Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði. Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira. Tilgangurinn? Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”. Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili. Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Í miðri Samherja umfjöllun, enn eitt stórmálið sem virðist byggja á siðblindu og spillingu fólks á þessu annars ágæta móðurlandi var ég staddur á bíótónleikum með kólumbíska söng/dans/velferðarsinnanum Shakiru. Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini. Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma. Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið. Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði. Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira. Tilgangurinn? Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”. Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili. Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun