Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 13:48 Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir ásakanirnar grafalvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Hann leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta og ekki anað að niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins setji sig ekki upp á móti öflugu eftirliti, þó svo þau lýsi efasemdum sínum um umfang íslenskra eftirlitsstofnana.Segjast slegin yfir ásökununum Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem samtökin segjast vera slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Namibíu. Lögð er áhersla á að málið verði rannsakað gaumgæfilega og fagna samtökin því að stjórn Samherja hafi blásið til rannsóknar og „hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust,“ eins og það er orðað. „Það sem er þarna verið að tala um er auðvitað grafalvarlegt mál og í andstöðu við það sem við viljum vinna eftir, íslenskt atvinnulíf,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir samtökin stöðugt beina því til sinna aðildarfélaga að fara að lögum og reglum. „En að því sögðu þá er auðvitað rétt að það komi fram að þetta tiltekna mál er á algjöru byrjunarstigi og eðlilegt að sjá hvernig því fram vindur og gefa aðilum máls færi á að koma sínum gögnum á framfæri.“SA beitt sér fyrir einföldun eftirlits með fyrirtækjumNú hafa Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum um það sem þið kallið eftirlitssamfélagið, segið að þar ríki tortryggni í garð atvinnulífsins og hafið kallað eftir einföldun eftirlits. Sýnir Samherjamálið ekki einmitt að þörf sé á virku og öflugu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum?„Jú, það er alveg hárrétt hjá þér. Það er nefnilega þörf á virku og öflugu eftirliti en magn eftirlits og mikið eftirlit er ekki endilega virkt eftirlit. Við erum ekki og munum aldrei verða á móti eftirliti,“ bætti Eyjólfur við. Eyjólfur segir mikilvægt að ekki verði anað að niðurstöðum, það séu heildarhagsmunir allra að niðurstaða fáist í málið og að og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi skaðist sem minnst. „Það er þannig að traust í öllum samskiptum er gríðarlega mikilvægt. Það er ekki nema tíu ár síðan við fórum í gegnum skafl sem rýrði traust allverulega. Það tekur stuttan tíma að hreyta því frá sér en langan tíma að vinna það upp, þannig að það er mjög mikilvægt að viðhalda því,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Hann leggur áherslu á að málið verði leitt til lykta og ekki anað að niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins setji sig ekki upp á móti öflugu eftirliti, þó svo þau lýsi efasemdum sínum um umfang íslenskra eftirlitsstofnana.Segjast slegin yfir ásökununum Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld, þar sem samtökin segjast vera slegin yfir þeim fréttum sem birst hafa síðustu daga og snúa að viðskiptum Samherja í Namibíu. Lögð er áhersla á að málið verði rannsakað gaumgæfilega og fagna samtökin því að stjórn Samherja hafi blásið til rannsóknar og „hafist handa með afdráttarlausum aðgerðum að endurvinna traust,“ eins og það er orðað. „Það sem er þarna verið að tala um er auðvitað grafalvarlegt mál og í andstöðu við það sem við viljum vinna eftir, íslenskt atvinnulíf,“ segir Eyjólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir samtökin stöðugt beina því til sinna aðildarfélaga að fara að lögum og reglum. „En að því sögðu þá er auðvitað rétt að það komi fram að þetta tiltekna mál er á algjöru byrjunarstigi og eðlilegt að sjá hvernig því fram vindur og gefa aðilum máls færi á að koma sínum gögnum á framfæri.“SA beitt sér fyrir einföldun eftirlits með fyrirtækjumNú hafa Samtök atvinnulífsins lýst efasemdum um það sem þið kallið eftirlitssamfélagið, segið að þar ríki tortryggni í garð atvinnulífsins og hafið kallað eftir einföldun eftirlits. Sýnir Samherjamálið ekki einmitt að þörf sé á virku og öflugu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum?„Jú, það er alveg hárrétt hjá þér. Það er nefnilega þörf á virku og öflugu eftirliti en magn eftirlits og mikið eftirlit er ekki endilega virkt eftirlit. Við erum ekki og munum aldrei verða á móti eftirliti,“ bætti Eyjólfur við. Eyjólfur segir mikilvægt að ekki verði anað að niðurstöðum, það séu heildarhagsmunir allra að niðurstaða fáist í málið og að og að orðspor þjóðarinnar og atvinnulífs á Íslandi skaðist sem minnst. „Það er þannig að traust í öllum samskiptum er gríðarlega mikilvægt. Það er ekki nema tíu ár síðan við fórum í gegnum skafl sem rýrði traust allverulega. Það tekur stuttan tíma að hreyta því frá sér en langan tíma að vinna það upp, þannig að það er mjög mikilvægt að viðhalda því,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. 15. nóvember 2019 18:25
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30