Nauðsynlegt skref til að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 06:00 Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að skipta fyrirtækinu í þrennt. Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans segir það nauðsynlegt skref í einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. „Ef það á að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá er þetta nauðsynlegt skref í þá átt,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Fyrir helgi samþykkti stjórn Isavia að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi. Verður þá samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður áfram rekin í sömu mynd. „Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn,“ segir Sveinn. „Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“ Fyrirtækið Domavia mun sjá um innanlandsflug eftir áramót. Sveinn segir að burt séð frá eignarhaldinu þá sé skiptingin mjög skynsamleg. „Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma.“ Aðspurður hvort Isavia þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt sé að hleypa fjárfestum að borðinu telur Sveinn ekki svo vera. „Þetta snýst þá bara um pólitískan vilja,“ segir Sveinn. „Isavia á auðveldan aðgang að fjármagni, aðkoma einkaaðila snýst ekki um að fá pening inn í reksturinn heldur að fá þekkingu inn í reksturinn. Að fá fjárfesta sem þekkja rekstur flugvalla.“ Sveinn segir að ríkið gæti vissulega losað um fjármagn, en til þess væri vænlegra að einkavæða bankana. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að skipta fyrirtækinu í þrennt. Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans segir það nauðsynlegt skref í einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. „Ef það á að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli þá er þetta nauðsynlegt skref í þá átt,“ segir Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Fyrir helgi samþykkti stjórn Isavia að stofna sérstök dótturfélög utan um ólíka starfsemi. Verður þá samkeppnisrekstur á Keflavíkurflugvelli aðskilinn frá rekstri innanlandsflugvalla og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi. Fríhöfnin verður áfram rekin í sömu mynd. „Það hefur alltaf verið ljóst að skiptingin innan Isavia, starfsemin í kringum Keflavíkurflugvöll er alveg sér á báti. Innanlandsflugið er niðurgreitt og enginn vilji meðal einkaaðila að fara þangað inn,“ segir Sveinn. „Lofthelgin verður alltaf á hendi ríkisins. Þessi skerping á skiptingu Isavia er alveg gefin og alveg í takt við fyrri yfirlýsingar.“ Fyrirtækið Domavia mun sjá um innanlandsflug eftir áramót. Sveinn segir að burt séð frá eignarhaldinu þá sé skiptingin mjög skynsamleg. „Það er alveg hægt að gera þessa skiptingu innan fyrirtækisins, en það er athyglisvert að setja þetta í dótturfélög. Með því skapast grundvöllur fyrir því að hleypa einkaaðilum að borðinu. Ef það er vilji stjórnvalda á hverjum tíma.“ Aðspurður hvort Isavia þurfi að stíga fleiri skref áður en hægt sé að hleypa fjárfestum að borðinu telur Sveinn ekki svo vera. „Þetta snýst þá bara um pólitískan vilja,“ segir Sveinn. „Isavia á auðveldan aðgang að fjármagni, aðkoma einkaaðila snýst ekki um að fá pening inn í reksturinn heldur að fá þekkingu inn í reksturinn. Að fá fjárfesta sem þekkja rekstur flugvalla.“ Sveinn segir að ríkið gæti vissulega losað um fjármagn, en til þess væri vænlegra að einkavæða bankana.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira