Breytingar í búningsklefanum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Við sitjum saman og bíðum eftir börnunum okkar inni í búningsklefa. Sum okkar lokkast í símann, önnur spjalla saman, en alltaf eru nokkur sem sitja bara og lygna aftur augunum og njóta augnabliksins. Svo birtast börnin – rjóð eftir fimleikaæfinguna og glöð að sjá okkur. Himinlifandi að það sé fullorðinn elskandi einstaklingur að verja tímanum í samveruna. Umhyggjuna. Spjallið á meðan verið er að klæða sig í fötin, fá sér vatn að drekka í vatnshananum, finna út úr reimunum og berjast við rokið á leiðinni út í bíl. Það sem er ánægjulegast við þessa lýsingu er hið ósagða. Við erum nefninlega afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur allt í bland. Bæði kynin á öllum aldri.0 Fyrir rúmum áratug og fyrr sást ekki pabbi eða afi á svæðinu. Umönnun í búningsklefanum var öll í höndum kvenna. Þeir mættu þegar var sýning eða keppni, en sjaldan í daglegu amstri. Það var bara andi og tilvera þess tíma. Það að við séum öll til skiptis í búningsklefanum í dag er ekkert minna en frábært. Og á að vera algerlega eðlilegt í okkar samfélagi. Eðlilegur hluti af samveru fjölskyldunnar. Það að geta öll mætt í búningsklefann kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir að vinnutími er sveigjanlegur, að hlutverkaskipting heimilanna er að jafnast á milli kynja og kynslóða, að við viljum, þráum og óskum eftir að geta notið samvista við börnin okkar í daglega lífinu og leggjum talsvert á okkur til að svo geti verið. Jafnrétti, sveigjanleiki og fjölbreytni er ávísun á heilbrigt atvinnulíf og á sér margar birtingarmyndir. Búningsklefinn er ánægjulegt dæmi um að við erum á réttri leið sem samfélag. Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Við sitjum saman og bíðum eftir börnunum okkar inni í búningsklefa. Sum okkar lokkast í símann, önnur spjalla saman, en alltaf eru nokkur sem sitja bara og lygna aftur augunum og njóta augnabliksins. Svo birtast börnin – rjóð eftir fimleikaæfinguna og glöð að sjá okkur. Himinlifandi að það sé fullorðinn elskandi einstaklingur að verja tímanum í samveruna. Umhyggjuna. Spjallið á meðan verið er að klæða sig í fötin, fá sér vatn að drekka í vatnshananum, finna út úr reimunum og berjast við rokið á leiðinni út í bíl. Það sem er ánægjulegast við þessa lýsingu er hið ósagða. Við erum nefninlega afar, ömmur, pabbar, mömmur, frændur og frænkur allt í bland. Bæði kynin á öllum aldri.0 Fyrir rúmum áratug og fyrr sást ekki pabbi eða afi á svæðinu. Umönnun í búningsklefanum var öll í höndum kvenna. Þeir mættu þegar var sýning eða keppni, en sjaldan í daglegu amstri. Það var bara andi og tilvera þess tíma. Það að við séum öll til skiptis í búningsklefanum í dag er ekkert minna en frábært. Og á að vera algerlega eðlilegt í okkar samfélagi. Eðlilegur hluti af samveru fjölskyldunnar. Það að geta öll mætt í búningsklefann kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir að vinnutími er sveigjanlegur, að hlutverkaskipting heimilanna er að jafnast á milli kynja og kynslóða, að við viljum, þráum og óskum eftir að geta notið samvista við börnin okkar í daglega lífinu og leggjum talsvert á okkur til að svo geti verið. Jafnrétti, sveigjanleiki og fjölbreytni er ávísun á heilbrigt atvinnulíf og á sér margar birtingarmyndir. Búningsklefinn er ánægjulegt dæmi um að við erum á réttri leið sem samfélag. Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun