Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2019 10:54 Ragnar Jónsson, lögmaður og læknir, hefur kynnt sér málið á síðustu árum. Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum. Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum.
Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira