Hvað viltu skilja eftir? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. nóvember 2019 10:00 Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun