Hæstiréttur dæmdi sveitarfélögunum í vil í deilu við Starfsgreinasambandið Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur tekur með dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í deilu þess við Starfsgreinasambandið (SGS) um jöfnun lífeyrisréttinda. Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags. Sveitarfélögin hafa ekki viljað ræða þessi mál nú og leitaði SGS því til Félagsdóms. SÍS krafðist hins vegar frávísunar á þeim rökum að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Aðal- og varakröfu SGS, sem sneru að því að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til jöfnunar lífeyrisréttinda, var vísað frá Félagsdómi. Hins vegar var ekki fallist á frávísun þrautavarakröfu SGS um fyrrnefndar viðræður. Þá niðurstöðu kærði hins vegar SÍS og hefur Hæstiréttur nú staðfest kröfu sveitarfélaganna. Í dómi Hæstaréttar segir að yfirlýsingin frá 2009 feli í sér sameiginlegan skilning til að taka upp viðræður um ákveðnar breytingar á lífeyriskerfinu. Hún feli hins vegar ekki í sér skuldbindingu þess efnis að geta talist hluti kjarasamnings. Þar með falli málið ekki undir verkefni Félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef SGS er lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem muni flækja stöðuna enn frekar. Sveitarfélögin vísuðu kjaradeilu sinni við SGS og Eflingu til ríkissáttasemjara fyrir helgi en samningar hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum. „Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1,5 prósent sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti,“ er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, á vef sambandsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Hæstiréttur tekur með dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í deilu þess við Starfsgreinasambandið (SGS) um jöfnun lífeyrisréttinda. Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags. Sveitarfélögin hafa ekki viljað ræða þessi mál nú og leitaði SGS því til Félagsdóms. SÍS krafðist hins vegar frávísunar á þeim rökum að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Aðal- og varakröfu SGS, sem sneru að því að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til jöfnunar lífeyrisréttinda, var vísað frá Félagsdómi. Hins vegar var ekki fallist á frávísun þrautavarakröfu SGS um fyrrnefndar viðræður. Þá niðurstöðu kærði hins vegar SÍS og hefur Hæstiréttur nú staðfest kröfu sveitarfélaganna. Í dómi Hæstaréttar segir að yfirlýsingin frá 2009 feli í sér sameiginlegan skilning til að taka upp viðræður um ákveðnar breytingar á lífeyriskerfinu. Hún feli hins vegar ekki í sér skuldbindingu þess efnis að geta talist hluti kjarasamnings. Þar með falli málið ekki undir verkefni Félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef SGS er lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem muni flækja stöðuna enn frekar. Sveitarfélögin vísuðu kjaradeilu sinni við SGS og Eflingu til ríkissáttasemjara fyrir helgi en samningar hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum. „Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1,5 prósent sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti,“ er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, á vef sambandsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira