Segja að Liverpool sé nú að íhuga að fara Löwen-leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:00 Leikmenn Liverpool í vítaspyrnukeppninni á móti Arsenal sem Liverpool vann og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Getty/ Laurence Griffiths Eftir að Liverpool hótaði því að neita að spila leik í átta liða úrslitum enska deildabikarsins eru menn að reyna að finna lausnir á leikjaöngþveiti Liverpool liðsins í jólamánuðinum. Liverpool er nú sagt vera að skoða þann möguleika að spila tvo leiki sama daginn í desember með því að stilla upp tveimur mismunandi liðum. Liverpool gerði leikjadagskránni sinni svolítinn óleik með því að komast áfram í átta liða úrslit deildabikarsins á miðvikudagskvöldið en það þýðir að liðið þarf nú að spila bikarleik í sömu viku og liðið á að spila í Katar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði strax eftir leikinn um möguleikann á því neita að spila leikinn en nú herma heimildir Daily Mirror að Liverpool sé líka að íhuga það að tefla fram tveimur mismunandi liðum í þessum tveimur keppnum.Two teams Two competitions Two continents Same day? https://t.co/SuiNk6fNqW — Mirror Football (@MirrorFootball) October 31, 2019 Það er allavega fullljóst að Liverpool er að setja mikla pressu á yfirmenn deildabikarsins að létta á leikjaálagi liðsins í desember. Það er ekki kannski ekki mjög miklar líkur á því að Liverpool spili tvo leiki 18. desember en sá möguleiki er í það minnsta í umræðunni. Liverpool færi þá sömu leið og þýska handboltaliðið og Íslendingaliðið Rhein Neckar Löwen gerði um árið þegar liðið lenti í því að deildarleikur og leikur í Meistaradeildinni rákust á. Þá voru það sjónvarpssamningar sem hindruðu tilfærslur og nú er það óhemju þétt leikjadagskrá Liverpool í desember sem gerir félaginu erfitt fyrir. Leikmenn Löwen voru mjög ósáttir og varaliðið skíttapaði líka sínum leik. Það má búast við því að aðallið Liverpool verði það sem fari til Katar til þess að reyna tryggja Liverpool sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn.The match between THW Kiel and Rhein-Neckar Löwen was one of the most discussed matches this term - due to the scheduling difficulties with the EHF. But what was the broadcasting rate?https://t.co/2w9h9olLVf — handball-world EN (@hbworldcom) March 29, 2018 Liverpool drógst á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og sá leikur á að fara fram 17. eða 18. desember. Undanúrslitaleikur Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Katar 18. desember. Líklegast er þó að deildabikarleikurinn á Villa Park verði færður til 8. janúar en þá var fyrirhugað að spila fyrri undanúrslitaleikinn í keppninni. Liverpool tefldi fram mjög ungu liði í sigrinum á Arsenal og Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá því í deildarleiknum á móti Tottenham helgina á undan. Liverpool þarf að fara með 23 manna leikmannahóp til Katar, þar á meðal þrjá markverði og því verða margir sem spiluðu leikinn á móti Arsenal að fara með. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Eftir að Liverpool hótaði því að neita að spila leik í átta liða úrslitum enska deildabikarsins eru menn að reyna að finna lausnir á leikjaöngþveiti Liverpool liðsins í jólamánuðinum. Liverpool er nú sagt vera að skoða þann möguleika að spila tvo leiki sama daginn í desember með því að stilla upp tveimur mismunandi liðum. Liverpool gerði leikjadagskránni sinni svolítinn óleik með því að komast áfram í átta liða úrslit deildabikarsins á miðvikudagskvöldið en það þýðir að liðið þarf nú að spila bikarleik í sömu viku og liðið á að spila í Katar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði strax eftir leikinn um möguleikann á því neita að spila leikinn en nú herma heimildir Daily Mirror að Liverpool sé líka að íhuga það að tefla fram tveimur mismunandi liðum í þessum tveimur keppnum.Two teams Two competitions Two continents Same day? https://t.co/SuiNk6fNqW — Mirror Football (@MirrorFootball) October 31, 2019 Það er allavega fullljóst að Liverpool er að setja mikla pressu á yfirmenn deildabikarsins að létta á leikjaálagi liðsins í desember. Það er ekki kannski ekki mjög miklar líkur á því að Liverpool spili tvo leiki 18. desember en sá möguleiki er í það minnsta í umræðunni. Liverpool færi þá sömu leið og þýska handboltaliðið og Íslendingaliðið Rhein Neckar Löwen gerði um árið þegar liðið lenti í því að deildarleikur og leikur í Meistaradeildinni rákust á. Þá voru það sjónvarpssamningar sem hindruðu tilfærslur og nú er það óhemju þétt leikjadagskrá Liverpool í desember sem gerir félaginu erfitt fyrir. Leikmenn Löwen voru mjög ósáttir og varaliðið skíttapaði líka sínum leik. Það má búast við því að aðallið Liverpool verði það sem fari til Katar til þess að reyna tryggja Liverpool sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn.The match between THW Kiel and Rhein-Neckar Löwen was one of the most discussed matches this term - due to the scheduling difficulties with the EHF. But what was the broadcasting rate?https://t.co/2w9h9olLVf — handball-world EN (@hbworldcom) March 29, 2018 Liverpool drógst á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og sá leikur á að fara fram 17. eða 18. desember. Undanúrslitaleikur Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Katar 18. desember. Líklegast er þó að deildabikarleikurinn á Villa Park verði færður til 8. janúar en þá var fyrirhugað að spila fyrri undanúrslitaleikinn í keppninni. Liverpool tefldi fram mjög ungu liði í sigrinum á Arsenal og Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá því í deildarleiknum á móti Tottenham helgina á undan. Liverpool þarf að fara með 23 manna leikmannahóp til Katar, þar á meðal þrjá markverði og því verða margir sem spiluðu leikinn á móti Arsenal að fara með.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira