Katrín heiðraði Rauðsokkur, Rótina og Knúz Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2019 10:25 Rauðsokkuhreyfingin stillti sér upp á mynd með forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisviðurkenningin var veitt í fyrsta skiptið árið 1992 en í ár kemur það í hlut forsætisráðherra að veita viðurkenninguna. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að félagið sé brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár. Í rökstuðningi jafnréttisráðs segir að Rótin hafi með starfi sínu og málflutningi kynnt nýjar kenningar og hugmyndir um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Þannig hafi Rótin ögrað viðteknum hugmyndum um leiðir til bata.Rótin var heiðruð.Rauðsokkahreyfingin fær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að hafa sett kyn- og frjósemisréttindi á dagskrá á Íslandi á 8. áratug síðustu aldar. Þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og ruddu þannig brautina fyrir þeim lögum sem loksins voru samþykkt á Alþingi sl. vor, sem tryggja konum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að barátta Rauðsokkanna hafi gert heiminn betri og rutt brautina fyrir komandi kynlóðir. Rauðsokkurnar eru okkur innblástur til að halda áfram baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti.Forsvarsfólk Knúz með forsætisráðherra.Knúz – femínískt vefrit fær sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að halda úti femínískri umræðu um samfélagsmál. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð að Knúz – femínískt vefrit birti greinar eftir breiðan og fjölbreyttan hóps fólks sem skrifar um jafnrétti og femínisma. Rétt eins og hópurinn sem stendur að vefritinu þá eru greinarnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Viðfangsefnin eru allt frá nauðgunarmenningu til launamisréttis auk þess sem tekið er á stórum málum eins og forréttindum. Rödd Knúzins er sterk í baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Knúzið hefur sýnt frumkvæði og opnað augu margra fyrir mikilvægi feminískrar umræðu í samfélaginu. Jafnréttismál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisviðurkenningin var veitt í fyrsta skiptið árið 1992 en í ár kemur það í hlut forsætisráðherra að veita viðurkenninguna. Að þessu sinni voru það þrír aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að félagið sé brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár. Í rökstuðningi jafnréttisráðs segir að Rótin hafi með starfi sínu og málflutningi kynnt nýjar kenningar og hugmyndir um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Þannig hafi Rótin ögrað viðteknum hugmyndum um leiðir til bata.Rótin var heiðruð.Rauðsokkahreyfingin fær viðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að hafa sett kyn- og frjósemisréttindi á dagskrá á Íslandi á 8. áratug síðustu aldar. Þær börðust fyrir frjálsum fóstureyðingum og ruddu þannig brautina fyrir þeim lögum sem loksins voru samþykkt á Alþingi sl. vor, sem tryggja konum sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð m.a. að barátta Rauðsokkanna hafi gert heiminn betri og rutt brautina fyrir komandi kynlóðir. Rauðsokkurnar eru okkur innblástur til að halda áfram baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti.Forsvarsfólk Knúz með forsætisráðherra.Knúz – femínískt vefrit fær sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir að halda úti femínískri umræðu um samfélagsmál. Í rökstuðningi sínum segir Jafnréttisráð að Knúz – femínískt vefrit birti greinar eftir breiðan og fjölbreyttan hóps fólks sem skrifar um jafnrétti og femínisma. Rétt eins og hópurinn sem stendur að vefritinu þá eru greinarnar jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Viðfangsefnin eru allt frá nauðgunarmenningu til launamisréttis auk þess sem tekið er á stórum málum eins og forréttindum. Rödd Knúzins er sterk í baráttunni fyrir kvenfrelsi og jafnrétti. Knúzið hefur sýnt frumkvæði og opnað augu margra fyrir mikilvægi feminískrar umræðu í samfélaginu.
Jafnréttismál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira