Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 12:51 Starfsfólk Reykjalundar hefur margt áhyggjur af stöðunni sem þar er uppi. Vísir/vilhelm Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent