Deilt um kaup fyrir Brúðkaup Fígarós Björn Þorfinnsson skrifar 2. nóvember 2019 09:15 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri í Íslensku óperunni. Fréttablaðið/Eyþór kjaramál Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun september og var gert ráð fyrir sex sýningum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda var um velheppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfingatímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamningum þegar söngvarar voru fastráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo áratugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningarlaununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferðalagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með aukaþóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatímabilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
kjaramál Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun september og var gert ráð fyrir sex sýningum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda var um velheppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfingatímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamningum þegar söngvarar voru fastráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo áratugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningarlaununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferðalagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með aukaþóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatímabilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda