Fyrstu svörtu kalkúnarnir á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2019 19:15 Stærsti svarti kalkúninn hjá Júlíusi er ansi stór og myndarlegur en það er karlfugl. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fyrstu og einu svörtu kalkúnar landsins eru nú komnir í ræktun hjá hænsnabónda í Þykkvabæ. Um er að ræða þrjá fullorðna fugla og tólf unga. Júlíus Már Baldursson í Þykkvabænum kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að ræktun hænsfugla en auk þess að vera um tvö hundruð landnámshænur þá er hann kominn með nokkra svarta kalkúna í hænsnahúsið sitt. „Mér áskotnuðust egg í fyrra, sem ég gerði að gamni mínu og setti í útungunarvél og fékk út úr því kalkúna, sem eru upphaflega komnir frá Færeyjum, svartir kalkúnar, svokallaðir koparkalkúnar því það kastar kopar á þá í dagsbirtu og sól. Það er bara gaman að þessu,“ segir Júlíus Már. Hann segir að það hafi alltaf verið til hvítir kalkúnar á Íslandi, stundum brúnir en aldrei svartir. „Þetta eru fallegir fuglar finnst mér og sérstök hljóðin í þeim og þeir eru sérstakir í útliti líka, þetta er nýmæli, svona fuglar hafi ekki verið til á Íslandi áður.“ Júlíus Már Baldursson, hænsnabóndi og kalkúnaeigandi í Þykkvabænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Júlíus að gera við kalkúnana, verða þeir kannski borðaðir um jólin? „Já, hann sagði mér þessi fyrrverandi eigandi í Færeyjum að hann hefði lógað tveimur fyrir jólin í fyrra hjá sér, sem voru einmitt jafn gamlir mínum fuglum og þeir hefðu verið átta og hálft og níu kíló, þannig að það er eitthvað á beinunum. Jólasteikin er klár, allavega hér úti hér hjá mér,“ segir Júlíus Már um leið og hann skellir upp úr. Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Fyrstu og einu svörtu kalkúnar landsins eru nú komnir í ræktun hjá hænsnabónda í Þykkvabæ. Um er að ræða þrjá fullorðna fugla og tólf unga. Júlíus Már Baldursson í Þykkvabænum kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að ræktun hænsfugla en auk þess að vera um tvö hundruð landnámshænur þá er hann kominn með nokkra svarta kalkúna í hænsnahúsið sitt. „Mér áskotnuðust egg í fyrra, sem ég gerði að gamni mínu og setti í útungunarvél og fékk út úr því kalkúna, sem eru upphaflega komnir frá Færeyjum, svartir kalkúnar, svokallaðir koparkalkúnar því það kastar kopar á þá í dagsbirtu og sól. Það er bara gaman að þessu,“ segir Júlíus Már. Hann segir að það hafi alltaf verið til hvítir kalkúnar á Íslandi, stundum brúnir en aldrei svartir. „Þetta eru fallegir fuglar finnst mér og sérstök hljóðin í þeim og þeir eru sérstakir í útliti líka, þetta er nýmæli, svona fuglar hafi ekki verið til á Íslandi áður.“ Júlíus Már Baldursson, hænsnabóndi og kalkúnaeigandi í Þykkvabænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Júlíus að gera við kalkúnana, verða þeir kannski borðaðir um jólin? „Já, hann sagði mér þessi fyrrverandi eigandi í Færeyjum að hann hefði lógað tveimur fyrir jólin í fyrra hjá sér, sem voru einmitt jafn gamlir mínum fuglum og þeir hefðu verið átta og hálft og níu kíló, þannig að það er eitthvað á beinunum. Jólasteikin er klár, allavega hér úti hér hjá mér,“ segir Júlíus Már um leið og hann skellir upp úr.
Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira