Aðskilja á Reykjalund og SIBS Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 18:30 Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.Mikillar óánægju og uppsagna hefur gætt meðal starfsfólks Reykjalundar eftir skipritsbreytingar og að stjórnendum var sagt upp störfum. Í ályktunum undanfarið hefur starfsfólk óskað eftir að framkvæmdastjórn víki og skipuð verði óháð starfsstjórn yfir Reykjalund. SIBS er eigandi Reykjalundar og hefur stjórn þar verið stjórn yfir Reykjalundi þar til hún sagði sig frá því hlutverki þann 22. október. Þá er stofnunin rekin á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld. Fyrirtækið Intellecta hefur nú verið ráðið til að finna þrjár óháðar manneskjur í starfsstjórn yfir Reykjalund. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hlutverk hennar að vera að ráða nýjan forstjóra yfir stofnunina en staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Þá á hún að kom með tillögur til að mæta kröfum starfsfólks um fullan aðskilnað Reykjalundar við SIBS þannig að rekstur stofnunarinnar verði sjálfstæður og stjórnin óháð SIBS.Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar vonar að sátt skapist um starfsemi Reykjalundar með nýrri starfsstjórn.Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum og vinnan taki nokkrar vikur. Það komi í hlut hennar að meta hvort að framkvæmdastjórnin á Reykjalundi víki. Áfram verður gert ráð fyrir að SIBS styrki Reykjalund um þriðjung happdrættistekna sinna. Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjarlundar vonar að nýrri starfsstjórn takist að skapa frið um starfsemina á Reykjalundi. „Það er ekkert launungarmál að við í Hollvinasamtökunum ráðlögðum stjórn SIBS að setja á sérstaka starfsstjórn. Þau voru reyndar komin á stað með það þegar sú ályktun kom frá okkur. Ég held að það sé mikilvægt að það sé sérstök stjórn yfir Reykjalundi þ.e. ekki sú sama og er yfir SIBS. Þetta er stór heilbrigðisrekstur og tveir milljarðar á ári sem þangað fara frá ríkinu. Það er þvíæskilegt að yfir Reykjalundi sé fólk sem þekkir þann rekstur vel og þá þarf það að njóta trausts starfsmanna og stjórnenda á Reykjalundi ásamt SIBS,“ segir Bryndís. Hún hvetur fólk til að finna lausn á núverandi stöðu. „Fólk þarf að setjast niður og ná ró á staðinn svo hægt sé að byggja áfram upp þá frábæru starfsemi sem þarna er,“ segir Bryndís. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun.Mikillar óánægju og uppsagna hefur gætt meðal starfsfólks Reykjalundar eftir skipritsbreytingar og að stjórnendum var sagt upp störfum. Í ályktunum undanfarið hefur starfsfólk óskað eftir að framkvæmdastjórn víki og skipuð verði óháð starfsstjórn yfir Reykjalund. SIBS er eigandi Reykjalundar og hefur stjórn þar verið stjórn yfir Reykjalundi þar til hún sagði sig frá því hlutverki þann 22. október. Þá er stofnunin rekin á grundvelli samnings við heilbrigðisyfirvöld. Fyrirtækið Intellecta hefur nú verið ráðið til að finna þrjár óháðar manneskjur í starfsstjórn yfir Reykjalund. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hlutverk hennar að vera að ráða nýjan forstjóra yfir stofnunina en staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í dag. Þá á hún að kom með tillögur til að mæta kröfum starfsfólks um fullan aðskilnað Reykjalundar við SIBS þannig að rekstur stofnunarinnar verði sjálfstæður og stjórnin óháð SIBS.Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar vonar að sátt skapist um starfsemi Reykjalundar með nýrri starfsstjórn.Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum og vinnan taki nokkrar vikur. Það komi í hlut hennar að meta hvort að framkvæmdastjórnin á Reykjalundi víki. Áfram verður gert ráð fyrir að SIBS styrki Reykjalund um þriðjung happdrættistekna sinna. Bryndís Haraldsdóttir formaður Hollvinasamtaka Reykjarlundar vonar að nýrri starfsstjórn takist að skapa frið um starfsemina á Reykjalundi. „Það er ekkert launungarmál að við í Hollvinasamtökunum ráðlögðum stjórn SIBS að setja á sérstaka starfsstjórn. Þau voru reyndar komin á stað með það þegar sú ályktun kom frá okkur. Ég held að það sé mikilvægt að það sé sérstök stjórn yfir Reykjalundi þ.e. ekki sú sama og er yfir SIBS. Þetta er stór heilbrigðisrekstur og tveir milljarðar á ári sem þangað fara frá ríkinu. Það er þvíæskilegt að yfir Reykjalundi sé fólk sem þekkir þann rekstur vel og þá þarf það að njóta trausts starfsmanna og stjórnenda á Reykjalundi ásamt SIBS,“ segir Bryndís. Hún hvetur fólk til að finna lausn á núverandi stöðu. „Fólk þarf að setjast niður og ná ró á staðinn svo hægt sé að byggja áfram upp þá frábæru starfsemi sem þarna er,“ segir Bryndís.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00
Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28