„Kielsen mun nota næstu daga til að jafna sig. Að öðru leyti hefur hann engin áform um að hægja á sér og hann verður aftur kominn í vinnufötin um leið og líkaminn leyfir,“ hefur Sermitsiaq eftir ráðuneytisstjóranum Hans-Peder Barlach Christensen.
Fjölskylda Kielsen og nánustu samstarfsmenn hafa fylgst með aðgerðinni og eru með honum, að sögn Sermitsiaq.

Kielsen fékk fyrirmæli frá læknum fyrir setningu grænlenska þjóðþingsins í haust um að taka því rólega til að hjartalyf, sem hann þurfti að taka fyrir aðgerðina, hefðu tilætluð áhrif. Þetta var skömmu eftir að Kielsen fékk yfir sig fjölmiðlastorm þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland.
Sjá hér: Grænland er ekki til sölu.

„Ég hef glímt við hjartasjúkdóm undanfarin tvö ár og hef af þeim sökum þrívegis verið lagður inn á sjúkrahús á þessu ári.
Í gær gekkst ég undir aðgerð á Ríkisspítalanum. Allt gekk vel en mér er sagt að taka því rólega.
Vona að þið eigið góðan dag, bros héðan.“
Heima á Grænlandi hóf Kim gríðarlega flugvallagerð með fyrstu sprengingu fyrir hálfum mánuði en flugvallamálinu hafa fylgt mikil stjórnmálaátök og kallað yfir Kim bæði stjórnarslit og vantrauststillögu eigin flokksmanna, sem hann hefur þó allt staðið af sér.
Sjá nánar hér: Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands
Til stóð að Kim Kielsen fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. Trump aflýsti hins vegar Danmerkurheimsókninni eftir að forsætisráðherra Dana lýsti hugmyndinni um að kaupa Grænland sem fáránlegri.
Daginn áður en Trump hætti við Danmerkurför var Kim í Reykjavík og í viðtali á Stöð 2, sem sjá má hér: