Sætasta og skemmtilegasta svín landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 19:15 Mikill vinskapur hefur skapast á milli Gríshildar og Siggu enda tímir hún ekki að slátra henni og hvað þá að borða hana um jólin. Gríshildur elskar að láta Siggu klóra sér. Vísir/Magnús Hlynur Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga. Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga.
Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira