Borgin ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 20:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira