Konurnar sjá um að svæla vindlareyk karlanna út úr þjóðkirkjunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 21:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Breyttir tímar blasa við þjóðkirkjunni þar sem konur stýra tiltekt á starfsháttum og viðhorfi kirkjunnar. Þetta segir Biskup Íslands eftir að ráðherra kirkjumála sagði kirkjuna verða að læra af mistökum sínum gagnvart samkynhneigðum. Setning kirkjuþings í gær markaði nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þegar forseti kirkjuþings, biskup Íslands og kirkjumálaráðherra eru konur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði setningu þingsins.Í ræðu sinni vék Áslaug tali sínu að réttindabaráttu samkynhneigðra. Sagði Áslaug að Þjóðkirkjan hefði verið í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði snúist að miklum meirihluta á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Sagði Áslaug að afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra hefði fælt marga frá henni. „Það hafa allavega mjög margir gengið úr þjóðkirkjunni og þetta er örugglega ein ástæðan fyrir því hve kirkjan var sein að taka við sér hér um árið, og það er það sem Áslaug Arna er að vísa til,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sagði ráðherra kirkjan yrði að læra af mistökum sínum. Biskup segir kirkjuna á öðrum stað í dag þar sem konur eru í ábyrgðarstöðum. „Og við konur höfum verið að taka til í kirkjunni að mínu áliti. Í því sambandi dettur mér í hug ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur sem nefnist kona. Þar talar hún um karlana og vindlareykinn þeirra og konurnar séu að svæla hann út.“ Við setningu kirkjuþings nefndi Áslaug að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríki og kirkju. Sagði Áslaug það undir kirkjunni komið að halda tengslum við þjóðina. Aðskilnaður ríkis og kirkju hófst árið 1997. Agnes segir kirkjuna geta staðið á eigin fótum. „Ég tel svo vera að hún geti það. Hins vegar hefur ríkið skyldur við þjóðkirkjuna sem eru lögfestar í stjórnarskrá Íslands, þar sem segir að ríkið eigi að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Meðan svo er þá hefur ríkið hlutverki að gegna enda er þjóðkirkjan eina trúfélagið í landinu sem hefur sérstökum skyldur í samfélaginu sem önnur trúfélög hafa ekki.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Breyttir tímar blasa við þjóðkirkjunni þar sem konur stýra tiltekt á starfsháttum og viðhorfi kirkjunnar. Þetta segir Biskup Íslands eftir að ráðherra kirkjumála sagði kirkjuna verða að læra af mistökum sínum gagnvart samkynhneigðum. Setning kirkjuþings í gær markaði nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þegar forseti kirkjuþings, biskup Íslands og kirkjumálaráðherra eru konur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði setningu þingsins.Í ræðu sinni vék Áslaug tali sínu að réttindabaráttu samkynhneigðra. Sagði Áslaug að Þjóðkirkjan hefði verið í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði snúist að miklum meirihluta á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Sagði Áslaug að afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra hefði fælt marga frá henni. „Það hafa allavega mjög margir gengið úr þjóðkirkjunni og þetta er örugglega ein ástæðan fyrir því hve kirkjan var sein að taka við sér hér um árið, og það er það sem Áslaug Arna er að vísa til,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sagði ráðherra kirkjan yrði að læra af mistökum sínum. Biskup segir kirkjuna á öðrum stað í dag þar sem konur eru í ábyrgðarstöðum. „Og við konur höfum verið að taka til í kirkjunni að mínu áliti. Í því sambandi dettur mér í hug ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur sem nefnist kona. Þar talar hún um karlana og vindlareykinn þeirra og konurnar séu að svæla hann út.“ Við setningu kirkjuþings nefndi Áslaug að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríki og kirkju. Sagði Áslaug það undir kirkjunni komið að halda tengslum við þjóðina. Aðskilnaður ríkis og kirkju hófst árið 1997. Agnes segir kirkjuna geta staðið á eigin fótum. „Ég tel svo vera að hún geti það. Hins vegar hefur ríkið skyldur við þjóðkirkjuna sem eru lögfestar í stjórnarskrá Íslands, þar sem segir að ríkið eigi að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Meðan svo er þá hefur ríkið hlutverki að gegna enda er þjóðkirkjan eina trúfélagið í landinu sem hefur sérstökum skyldur í samfélaginu sem önnur trúfélög hafa ekki.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01