Konurnar sjá um að svæla vindlareyk karlanna út úr þjóðkirkjunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 21:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Breyttir tímar blasa við þjóðkirkjunni þar sem konur stýra tiltekt á starfsháttum og viðhorfi kirkjunnar. Þetta segir Biskup Íslands eftir að ráðherra kirkjumála sagði kirkjuna verða að læra af mistökum sínum gagnvart samkynhneigðum. Setning kirkjuþings í gær markaði nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þegar forseti kirkjuþings, biskup Íslands og kirkjumálaráðherra eru konur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði setningu þingsins.Í ræðu sinni vék Áslaug tali sínu að réttindabaráttu samkynhneigðra. Sagði Áslaug að Þjóðkirkjan hefði verið í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði snúist að miklum meirihluta á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Sagði Áslaug að afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra hefði fælt marga frá henni. „Það hafa allavega mjög margir gengið úr þjóðkirkjunni og þetta er örugglega ein ástæðan fyrir því hve kirkjan var sein að taka við sér hér um árið, og það er það sem Áslaug Arna er að vísa til,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sagði ráðherra kirkjan yrði að læra af mistökum sínum. Biskup segir kirkjuna á öðrum stað í dag þar sem konur eru í ábyrgðarstöðum. „Og við konur höfum verið að taka til í kirkjunni að mínu áliti. Í því sambandi dettur mér í hug ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur sem nefnist kona. Þar talar hún um karlana og vindlareykinn þeirra og konurnar séu að svæla hann út.“ Við setningu kirkjuþings nefndi Áslaug að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríki og kirkju. Sagði Áslaug það undir kirkjunni komið að halda tengslum við þjóðina. Aðskilnaður ríkis og kirkju hófst árið 1997. Agnes segir kirkjuna geta staðið á eigin fótum. „Ég tel svo vera að hún geti það. Hins vegar hefur ríkið skyldur við þjóðkirkjuna sem eru lögfestar í stjórnarskrá Íslands, þar sem segir að ríkið eigi að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Meðan svo er þá hefur ríkið hlutverki að gegna enda er þjóðkirkjan eina trúfélagið í landinu sem hefur sérstökum skyldur í samfélaginu sem önnur trúfélög hafa ekki.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Breyttir tímar blasa við þjóðkirkjunni þar sem konur stýra tiltekt á starfsháttum og viðhorfi kirkjunnar. Þetta segir Biskup Íslands eftir að ráðherra kirkjumála sagði kirkjuna verða að læra af mistökum sínum gagnvart samkynhneigðum. Setning kirkjuþings í gær markaði nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þegar forseti kirkjuþings, biskup Íslands og kirkjumálaráðherra eru konur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði setningu þingsins.Í ræðu sinni vék Áslaug tali sínu að réttindabaráttu samkynhneigðra. Sagði Áslaug að Þjóðkirkjan hefði verið í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði snúist að miklum meirihluta á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Sagði Áslaug að afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra hefði fælt marga frá henni. „Það hafa allavega mjög margir gengið úr þjóðkirkjunni og þetta er örugglega ein ástæðan fyrir því hve kirkjan var sein að taka við sér hér um árið, og það er það sem Áslaug Arna er að vísa til,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sagði ráðherra kirkjan yrði að læra af mistökum sínum. Biskup segir kirkjuna á öðrum stað í dag þar sem konur eru í ábyrgðarstöðum. „Og við konur höfum verið að taka til í kirkjunni að mínu áliti. Í því sambandi dettur mér í hug ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur sem nefnist kona. Þar talar hún um karlana og vindlareykinn þeirra og konurnar séu að svæla hann út.“ Við setningu kirkjuþings nefndi Áslaug að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríki og kirkju. Sagði Áslaug það undir kirkjunni komið að halda tengslum við þjóðina. Aðskilnaður ríkis og kirkju hófst árið 1997. Agnes segir kirkjuna geta staðið á eigin fótum. „Ég tel svo vera að hún geti það. Hins vegar hefur ríkið skyldur við þjóðkirkjuna sem eru lögfestar í stjórnarskrá Íslands, þar sem segir að ríkið eigi að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Meðan svo er þá hefur ríkið hlutverki að gegna enda er þjóðkirkjan eina trúfélagið í landinu sem hefur sérstökum skyldur í samfélaginu sem önnur trúfélög hafa ekki.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent