
Er jafnrétti í þínu fundarherbergi?
Það jafnrétti sem hefur náðst, hefur þó ekki komið af sjálfu sér heldur með sameiginlegum aðgerðum og samstöðu ásamt pólitískum vilja. FKA, með stuðningi Forsætisráðuneytisins ásamt fleiri góðu velunnurum, ýtti úr vör hreyfiaflsverkefni sem ber heitið Jafnvægisvog FKA. Hlutverk Jafnvægisvogar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða áfram fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Árangur næst þegar allir leggjast á eitt, almenningur og atvinnulífið eru upplýst um stöðu jafnréttist á vinnumarkaði og skilur mikilvægi þess að halda áfram þeirri samstöðu sem náðst hefur um að koma á jafnrétti.
Eitt af verkefnum Jafnvægisvogarinnar var að koma á mælaborði þar sem mæla mætti nákvæmlega hver staða jafnréttis er í raun í íslensku atvinnulífi. Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka karla og kvenna sé því sem næst jöfn í dag, endurspeglast það ekki upp eftir skipuritum, því að í mælaborðinu kemur fram að 74% stjórnenda eru karlar. Það eitt gefur þá auga leið að mikið ójafnvægi er á þessum þætti einum saman þ.e. þátttöku kvenna í stjórnendahlutverkum. Þetta er þó auðvitað breytilegt á milli starfsgreina. Þess má einnig geta að meðaltal heildartekna karla með háskólamenntun er miklu hærra en kvenna með háskólamenntun og að karlar með grunnmentun eru með hærri laun en konur með háskólamenntun. Þetta skýrist væntanlega að einhverju leyti af því að karlar eru mun meira við stjórnvölinn. Í ljósi þessa er ekki tími til að slaka á og enn eru margir landvinningar eftir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu.
Það hefur margsinnis sannast að fjölbreytileikinn í atvinnulífinu skilar langtímaárangri. Það ætti því að vera fengur að hafa hlutfall í stjórnum og stjórnendahópnum sem jafnast svo stærri ákvarðanatökur hvíli á öllum kynjum. Við lifum á tímum gríðarlegra breytinga. Fjórða iðnbyltingin og væntingar yngri kynslóða sem undribúa sig fyrir atvinnulífið eru einfaldlega aðrar. Ég á tvær dætur og einn son. Það er ekki kynjatengt á minu heimili hvert hugur unga fólksins stefnir með tilliti til ábyrgðar og stjórnunarstarfa. Fyrirtæki og opinberir aðilar sem ætla að vera í fararbroddi þurfa klárlega að undirbúa sig og gera ákveðna viðhorfsbreytingu til að vera tilbúin, því komandi kynslóðir munu líklega ekki sætta sig við núverandi ástand.
Jafnvægisvog FKA er með það markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Ég skora á fyrirtæki og opinbera aðila sem vilja undirbúa sig fyrir framtíðina að feta í fótspor um 50 aðila og skrifa undir viljayfirlýsingu á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar um jafnrétti í atvinnulífinu sem fram fer á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00. Á ráðstefnunni sem verður mjög fræðandi og innihaldsrík er fjölbreytt mælendaskrá, þ.á.m. eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel í Garðabæ og Gísli Einarsson sjónvarpsmaður. Jafnframt verða þeir aðilar sem hafa náð markmiðinu 40/60 heiðraðir á ráðstefnunni með viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar úr hendi Elizu Reid forsetafrúar sem er baráttukona fyrir jafnrétti allstaðar.
Jafnrétti er margþætt og hér hefur einungis verið tæpt á þeirri hlið er snýr að atvinnulífinu en það er klárt að jafnrétti er ákvörðun.
Höfundur er varaformaður FKA og eigandi PROevents og PROcoaching.
Skoðun

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar