Vinnueftirlit og lögregla vissu ekki af sprengiefninu í Njarðvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2019 18:28 Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur. Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur.
Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47
Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49