Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Una María segir jafnframt mikilvægast að foreldrar séu góðar fyrirmyndir. Fréttablaðið/Ernir Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“ Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“
Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira