Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 07:30 Sama fjölskyldan hefur rekið hótel í meira en þrjátíu ár á Djúpavík í Reykjarfirði á Ströndum. Fréttablaðið/Stefán Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“ Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði „merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Það yrði þessari ríkisstjórn undir forystu VG til ævarandi skammar ef þessi gamla heimasveit mín legði upp laupana á þessu kjörtímabili sem er raunverulegur möguleiki á,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fréttablaðið/StefánHéðinn er sonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita í Árneshreppi, sem setti Hótel Djúpavík á laggirnar ásamt eiginmanni sínum fyrir yfir þremur áratugum. Eins og Héðinn gerir Eva alvarlegar athugasemdir við hversu skarðan hlut Árneshreppur eigi að bera frá borði þegar komi að framkvæmdafé í samgönguáætluninni. „Þar hefur enn einu sinni verið slegið út af borðinu að leggja fjármagn í Veiðileysuháls í Árneshreppi,“ segir Eva í sinni umsögn sem oddviti um samgönguáætlunina. Veiðileysuháls er sunnan Reykjarfjarðar þar sem Hótel Djúpavík er. „Samkvæmt fyrri samgönguáætlun var fyrirhugað að setja í Veiðileysuhálsinn 400 milljónir króna árið 2022, en fyrir okkar fámenna sveitarfélag kemur ekki til greina að bíða svo lengi og gæti þá jafnvel verið orðið of seint.“ Héðinn segir hótelhaldara á Djúpavík mótmæla því harðlega að enn einu sinni eigi að draga lappirnar varðandi uppbyggingu heilsársvegar yfir Veiðileysuháls. Fjölskyldan hafi haldið úti heilsársþjónustu á svæðinu í 35 ár og því kallað á betri samgöngur allt árið. Í aldarfjórðung hafi engar stórar vegabætur verið gerðar í Árneshreppi sem sé eina sveitarfélag landsins sem þurfi að búa við að vera lokað landleiðina þrjá mánuði á ári. „Á sama tíma gerum við ekkert annað en að hafna bókunum ferðamanna sem vilja upplifa Strandir í öllu sínu vetrarveldi,“ segir í umsögn Héðins. Ef enn verði dráttur á vegauppbygginu verði engin byggð við þennan enda vegarins. „Þessi fyrirætlan er til skammar,“ segir Héðinn og bendir á að Árneshreppur sé nú flokkaður í hópi brothættra byggða og því sé samgönguáætlunin ekki í takti við svokallaðar byggðaaðgerðir. „Að lokum biðla ég til þingmanna allra að koma í veg fyrir þessa hneisu og sameinast um að hlúa að þessari merkilegustu sveit landsins.“ Eva ítrekar að tímabært sé fyrir ráðamenn að gera það upp við sig hvort þeir vilja láta heilsársbúsetu í Árneshreppi líða undir lok á sinni vakt eða ekki. Setja ætti Árneshrepp í forgang sem útvörð Stranda. „Ef okkar sveit fer í eyði þá raknar byggðin upp og fyrr en varir yrði Bjarnarfjörðurinn, Kaldrananeshreppur og jafnvel Strandabyggð orðin jaðarbyggðir. Slíkt væri ekki til sóma fyrir yfirvöld þessa lands.“
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira