Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 13:00 Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. Fréttablaðið/Vilhelm Twitter færsla Sólveigar Bergsdóttur um styrki heilsufyrirtækja til áhrifavalda hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Sólveig segir að afreksíþróttafólk eigi erfitt með að fá styrki eftir að áhrifavaldar á samfélagsmiðlum urðu áberandi á Íslandi. Fitness Sport er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í samstarfi við marga áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Á vefsíðu þeirra má sjá marga lífsstílsbloggara, einkaþjálfara og fyrrum fegurðardrotningar. „Við veljum þá aðila sem líkjast þeim markhópi sem við viljum koma skilaboðum til og ekki síst verður viðkomandi að passa við vöruna og vera að nota hana sjálfur. Það er ekkert hallærislegra að okkar mati en lífsstílssnappari sem er að auglýsa vöru sem allir vita að hann myndi aldrei nota sjálfur ef það væri ekki verið að borga honum fyrir það. Fólk er fljótt að sjá í gegnum svoleiðis,“ segir Svavar Jóhannsson framkvæmdarstjóri Fitness Sport í samtali við Vísi.Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðra með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir? — Solveig Bergsdottir (@sollabergs) November 1, 2019Mikil skekkja Að mati Sólveigar eru heilsutengd fyrirtæki oft að veita vörustyrki sem gætu létt mjög undir með afreksíþróttafólki eins og tengt æfingafatnaði, íþróttaskóm, vítamínum, fæðubótaefnum, hollum mat eða öðru. Henni finnst eitthvað rangt við að sjá „krakka“ skrá sig sem áhrifavald og fá allt þetta upp í hendurnar á meðan íþróttafólk sitji heima, sveitt að reyna að vinna einhverja vaktavinnu til þess að komast á Evrópumót. „Ég sat heima hjá mér að skoða stories á Instagram og var að fylgjast með stelpum, sem hafa örugglega aldrei þurft að borga 200.000 króna keppnisferð eitthvert eða landsliðsgalla eða eitthvað, taka upp gjafapoka frá Nike. Það kom bara upp smá hiti í mig, að þetta sé svona. Af hverju það er svona mikil skekkja í því að íþróttafólk þurfi að hafa svona rosalega mikið fyrir því að fá styrki þegar við erum að æfa líka 20 til 25 tíma á viku og reyna að vinna til þess að ná endum saman og til þess að borga fyrir ferðirnar okkar,“ sagði Sólveig í samtali við Vísi. Á meðal þeirra sem tóku undir skrif Sólveigar Bergsdóttur voru Arna Stefanía Guðmundsdóttir Norðurlanda- og Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum, Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu og Ólympíufarinn Brynjar Jökull GuðmundssonMynd/AðsendSólveig segir að sjálf myndi hún sem íþróttakona alltaf frekar velja að nota vörur sem að annað íþróttafólk kjósi að nota, frekar en einhver áhrifavaldur. „Það skiptir kannski áhrifavald engu máli hvort að próteinið sem hún er að borða sé hreint eða ekki, hún er ekki að fara í lyfjapróf á næsta Evrópumóti.“Velja aðila sem líkjast markhópnum Svavar segir að fyrirtækið velji frekar lífsstílssnappara en afreksíþróttafólk til að vinna með, því þeirra markhópur tengi betur við þannig einstaklinga. „Við höfum frekar einblínt á lífsstílssnappara þar sem okkar markhópur er venjulegt fólk sem getur tengt við viðkomandi aðila og hans daglega líf.“ Áherslurnar voru aðrar en þetta hefur breyst síðustu ár.„Við vorum að vinna með fleira afreksfólki áður en okkur fannst við ekki ná sama árangri með að koma skilaboðum til þeirra sem við vildum ná til.“ Svavar segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með árangurinn í flestum tilfellum, en auðvitað virki ekki allt og stundum sjái þau eftir tvo til þrjá mánuði að viðkomandi áhrifavaldur er ekki að skila þeim árangri sem vænst var af honum „Við fylgjumst vel með því hverju hver einstakur aðili skilar í sölu en ekki síst hvort hann hefur góð áhrif á vörumerkið sjálft og ímynd þess.“ Auglýsinga- og markaðsmál Fimleikar Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Twitter færsla Sólveigar Bergsdóttur um styrki heilsufyrirtækja til áhrifavalda hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Sólveig segir að afreksíþróttafólk eigi erfitt með að fá styrki eftir að áhrifavaldar á samfélagsmiðlum urðu áberandi á Íslandi. Fitness Sport er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í samstarfi við marga áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Á vefsíðu þeirra má sjá marga lífsstílsbloggara, einkaþjálfara og fyrrum fegurðardrotningar. „Við veljum þá aðila sem líkjast þeim markhópi sem við viljum koma skilaboðum til og ekki síst verður viðkomandi að passa við vöruna og vera að nota hana sjálfur. Það er ekkert hallærislegra að okkar mati en lífsstílssnappari sem er að auglýsa vöru sem allir vita að hann myndi aldrei nota sjálfur ef það væri ekki verið að borga honum fyrir það. Fólk er fljótt að sjá í gegnum svoleiðis,“ segir Svavar Jóhannsson framkvæmdarstjóri Fitness Sport í samtali við Vísi.Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðra með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir? — Solveig Bergsdottir (@sollabergs) November 1, 2019Mikil skekkja Að mati Sólveigar eru heilsutengd fyrirtæki oft að veita vörustyrki sem gætu létt mjög undir með afreksíþróttafólki eins og tengt æfingafatnaði, íþróttaskóm, vítamínum, fæðubótaefnum, hollum mat eða öðru. Henni finnst eitthvað rangt við að sjá „krakka“ skrá sig sem áhrifavald og fá allt þetta upp í hendurnar á meðan íþróttafólk sitji heima, sveitt að reyna að vinna einhverja vaktavinnu til þess að komast á Evrópumót. „Ég sat heima hjá mér að skoða stories á Instagram og var að fylgjast með stelpum, sem hafa örugglega aldrei þurft að borga 200.000 króna keppnisferð eitthvert eða landsliðsgalla eða eitthvað, taka upp gjafapoka frá Nike. Það kom bara upp smá hiti í mig, að þetta sé svona. Af hverju það er svona mikil skekkja í því að íþróttafólk þurfi að hafa svona rosalega mikið fyrir því að fá styrki þegar við erum að æfa líka 20 til 25 tíma á viku og reyna að vinna til þess að ná endum saman og til þess að borga fyrir ferðirnar okkar,“ sagði Sólveig í samtali við Vísi. Á meðal þeirra sem tóku undir skrif Sólveigar Bergsdóttur voru Arna Stefanía Guðmundsdóttir Norðurlanda- og Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum, Sif Atladóttir landsliðskona í knattspyrnu og Ólympíufarinn Brynjar Jökull GuðmundssonMynd/AðsendSólveig segir að sjálf myndi hún sem íþróttakona alltaf frekar velja að nota vörur sem að annað íþróttafólk kjósi að nota, frekar en einhver áhrifavaldur. „Það skiptir kannski áhrifavald engu máli hvort að próteinið sem hún er að borða sé hreint eða ekki, hún er ekki að fara í lyfjapróf á næsta Evrópumóti.“Velja aðila sem líkjast markhópnum Svavar segir að fyrirtækið velji frekar lífsstílssnappara en afreksíþróttafólk til að vinna með, því þeirra markhópur tengi betur við þannig einstaklinga. „Við höfum frekar einblínt á lífsstílssnappara þar sem okkar markhópur er venjulegt fólk sem getur tengt við viðkomandi aðila og hans daglega líf.“ Áherslurnar voru aðrar en þetta hefur breyst síðustu ár.„Við vorum að vinna með fleira afreksfólki áður en okkur fannst við ekki ná sama árangri með að koma skilaboðum til þeirra sem við vildum ná til.“ Svavar segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með árangurinn í flestum tilfellum, en auðvitað virki ekki allt og stundum sjái þau eftir tvo til þrjá mánuði að viðkomandi áhrifavaldur er ekki að skila þeim árangri sem vænst var af honum „Við fylgjumst vel með því hverju hver einstakur aðili skilar í sölu en ekki síst hvort hann hefur góð áhrif á vörumerkið sjálft og ímynd þess.“
Auglýsinga- og markaðsmál Fimleikar Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30