Ein frægasta kappakstursbraut heims seld Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 14:00 Frá Indy 500-kappakstrinum í maí. Fremstur í flokki fer Simon Pagenaud, ökumaður Penske, sem hrósaði sigri. AP/Darron Cummings Roger Penske, einn þekktasti liðsstjóra og bíleigandi í sögu akstursíþrótta, hefur fest kaup á Indianapolis-kappakstursbrautinni í Indiana í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um kaupin í gær en Penske keypti í leiðinni Indycar-kappakstursröðina. Kappakstursbrautin í Indianapolis er sú elsta í heiminum, byggð árið 1909. Þar hefur Indy 500-kappaksturinn verið haldinn í rúma öld en í seinni tíð hefur einnig verið keppt þar í NASCAR. Til skamms tíma var haldið Formúlu 1-mót á hluta gömlu brautarinnar í Indianapolis en sú keppni lagðist af árið 2007. Brautin hefur verið í eigu Hulman-fjölskyldunnar undanfarin 74 ár en Tony Hulman George, stjórnarformaður fjölskyldufyrirtækisins, mun áfram stýra rekstri hennar fyrir hönd Penske-fyrirtækisins. Kaupin ganga í gegn í byrjun næsta árs, að sögn AP-fréttastofunnar. Penske er eitt þekktasta nafnið í sögu akstursíþrótta. Hann á meðal annars lið í Indycar-mótaröðinni, NASCAR og IMSA-sportbílakeppninni auk annars fyrirtækjareksturs í Bandaríkjunum. Lið Penske hafa verið sigursæl í Indy 500-kappakstrinum. Hann hefur hrósað sigri þar átján sinnum, oftar en nokkur annar liðsstjóri og bíleigandi í Indycar. Ökumenn Penske hafa unnið keppnina tvö undanfarin ár. Sjálfur hefur Penske, sem er 82 ára gamall, stýrt keppnisáætlun ástralska ökumannsins Wills Power sem vann Indy 500 í fyrra. Akstursíþróttir Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30 Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30 Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00 Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Roger Penske, einn þekktasti liðsstjóra og bíleigandi í sögu akstursíþrótta, hefur fest kaup á Indianapolis-kappakstursbrautinni í Indiana í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um kaupin í gær en Penske keypti í leiðinni Indycar-kappakstursröðina. Kappakstursbrautin í Indianapolis er sú elsta í heiminum, byggð árið 1909. Þar hefur Indy 500-kappaksturinn verið haldinn í rúma öld en í seinni tíð hefur einnig verið keppt þar í NASCAR. Til skamms tíma var haldið Formúlu 1-mót á hluta gömlu brautarinnar í Indianapolis en sú keppni lagðist af árið 2007. Brautin hefur verið í eigu Hulman-fjölskyldunnar undanfarin 74 ár en Tony Hulman George, stjórnarformaður fjölskyldufyrirtækisins, mun áfram stýra rekstri hennar fyrir hönd Penske-fyrirtækisins. Kaupin ganga í gegn í byrjun næsta árs, að sögn AP-fréttastofunnar. Penske er eitt þekktasta nafnið í sögu akstursíþrótta. Hann á meðal annars lið í Indycar-mótaröðinni, NASCAR og IMSA-sportbílakeppninni auk annars fyrirtækjareksturs í Bandaríkjunum. Lið Penske hafa verið sigursæl í Indy 500-kappakstrinum. Hann hefur hrósað sigri þar átján sinnum, oftar en nokkur annar liðsstjóri og bíleigandi í Indycar. Ökumenn Penske hafa unnið keppnina tvö undanfarin ár. Sjálfur hefur Penske, sem er 82 ára gamall, stýrt keppnisáætlun ástralska ökumannsins Wills Power sem vann Indy 500 í fyrra.
Akstursíþróttir Bandaríkin Bílar Tengdar fréttir Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30 Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30 Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00 Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Alonso ekki með í Indy 500 Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi. 20. maí 2019 17:30
Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. 28. maí 2012 11:30
Alonso kláraði ekki í Indy 500 | Sjáðu ótrúlegan árekstur Fékk að sleppa Mónakókappakstrinum og leiddi um tíma í kappakstrinum í Bandaríkjunum. 29. maí 2017 07:00
Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg. 30. maí 2011 09:30