Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 5. nóvember 2019 20:30 Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags, sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB, kynnti nafnið PLAY og framtíðaráform í morgun. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér og rauði liturinn á að tákna íslenska náttúru. Flugfélagið verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni en í vor bætast fjórar vélar við og hefst flug til Ameríku. Gert er ráð fyrir því að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. „Við erum búin að nýta síðustu vikur og mánuði vel og það sem stendur út af er í raun bara að klára flugrekstrarleyfið og við erum á lokametrunum,“ segir Arnar Már.Fjármögnun félagsins sé lokið, 80 prósent komi frá breskum fjárfestingarsjóði og tuttugu prósent frá Íslenskum verðbréfum. Arnar vill ekki gefa upp eigið fé. „Það verður gefið upp og það er ríkulegt“Leiðakerfi, bókunarvélin og heimasíða eru tilbúin og sala farmiða hefst í þessum mánuði.Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fær greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum að sögn Arnars. „Það er búið að teikna upp vaxtaráætlunina fyrir næstu ár og við teljum að við þurfum að ráða til okkar hundruð starfsmanna á næstu tólf mánuðum, einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú hundruð“En á tímum þar sem allt snýst um loftlagsmál, skýtur það ekki skökku við að fara af stað með svo óumhverfisvænan rekstur? „Það er eitt því sem við höfum hugsað mikið um í ferlinu og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum A320, hún er sparneytin og kolefnissporið er minna.“ segir Arnar Már Magnússon forstjóri Play.Svo virðist sem Play hafi tekið forystuna í kapphlaupinu um að fylla það skarð sem WOW Air skildi eftir sig. Um tíma virtist sem Michele Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, væri í forystu þegar hún hélt blaðamannafund þar sem fram kom að WOW Air myndi hefja flug milli Íslands og Washington í október. Ekkert hefur orðið út því. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. Arnar Már Magnússon, forstjóri hins nýja íslenska lággjaldaflugfélags, sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB, kynnti nafnið PLAY og framtíðaráform í morgun. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér og rauði liturinn á að tákna íslenska náttúru. Flugfélagið verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni en í vor bætast fjórar vélar við og hefst flug til Ameríku. Gert er ráð fyrir því að flotinn vaxi í tíu vélar innan þriggja ára. „Við erum búin að nýta síðustu vikur og mánuði vel og það sem stendur út af er í raun bara að klára flugrekstrarleyfið og við erum á lokametrunum,“ segir Arnar Már.Fjármögnun félagsins sé lokið, 80 prósent komi frá breskum fjárfestingarsjóði og tuttugu prósent frá Íslenskum verðbréfum. Arnar vill ekki gefa upp eigið fé. „Það verður gefið upp og það er ríkulegt“Leiðakerfi, bókunarvélin og heimasíða eru tilbúin og sala farmiða hefst í þessum mánuði.Play er þegar farið að leita að starfsfólki, sem fær greidd laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum að sögn Arnars. „Það er búið að teikna upp vaxtaráætlunina fyrir næstu ár og við teljum að við þurfum að ráða til okkar hundruð starfsmanna á næstu tólf mánuðum, einhvers staðar á bilinu tvö til þrjú hundruð“En á tímum þar sem allt snýst um loftlagsmál, skýtur það ekki skökku við að fara af stað með svo óumhverfisvænan rekstur? „Það er eitt því sem við höfum hugsað mikið um í ferlinu og ein af ástæðunum fyrir því að við völdum A320, hún er sparneytin og kolefnissporið er minna.“ segir Arnar Már Magnússon forstjóri Play.Svo virðist sem Play hafi tekið forystuna í kapphlaupinu um að fylla það skarð sem WOW Air skildi eftir sig. Um tíma virtist sem Michele Ballarin, sem hyggst endurreisa WOW Air, væri í forystu þegar hún hélt blaðamannafund þar sem fram kom að WOW Air myndi hefja flug milli Íslands og Washington í október. Ekkert hefur orðið út því.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira