Segir nauðsynlegt að meta þörf á breytingum reglna eða verklags Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 22:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar óléttrar konu frá Albaníu í nótt. Í röð tísta sem hún birti í kvöld segist Áslaug fyrst hafa frétt af málinu, sem vakið hefur mikla athygli í dag, í fjölmiðlum. Þó hún geti ekki tjáð sig um einstök mál var henni brugðið. „Við viljum öll að farið sé varlega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra, fædd og ófædd,“ segir Áslaug. Ráðherrann segir enn fremur að almennt sé verklagið á þann veg að fengin séu tilmæli frá heilbrigðisyfirvöldum um hvort hætta sé vegna brottfarar þeirra hælisleitenda sem um ræðir. Sé svo, sé brottvísun frestað. „Ég óskaði eftir upplýsingum um þetta tiltekna mál sem fjallað hefur verið um í dag og fékk þau svör að þeim almennu reglum hefði verið fylgt í málinu. Landlæknir hefur boðað að skoða skuli verklagið og Útlendingastofnun mun fara yfir gildandi reglur með þeim. Ég fagna því.“Ég fékk fregnir af þessu máli í fjölmiðlum í morgun líkt og aðrir. Þó ég geti ekki tjáð mig um einstök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum. Við viljum öll að farið sé varlega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra, fædd og ófædd. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 5, 2019 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og “ætti erfitt með langt flug”.Sjá einnig: Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistökSamtökin No Borders birtu í kvöld færslu á Facebook þar sem segir að konan hafi verið í Vín fyrr í kvöld, eftir þrjár flugferðir á fjórtán klukkustundum. Hún hafi verið vakandi í einn og hálfan sólarhring og sé örmagna. Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 „Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar óléttrar konu frá Albaníu í nótt. Í röð tísta sem hún birti í kvöld segist Áslaug fyrst hafa frétt af málinu, sem vakið hefur mikla athygli í dag, í fjölmiðlum. Þó hún geti ekki tjáð sig um einstök mál var henni brugðið. „Við viljum öll að farið sé varlega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra, fædd og ófædd,“ segir Áslaug. Ráðherrann segir enn fremur að almennt sé verklagið á þann veg að fengin séu tilmæli frá heilbrigðisyfirvöldum um hvort hætta sé vegna brottfarar þeirra hælisleitenda sem um ræðir. Sé svo, sé brottvísun frestað. „Ég óskaði eftir upplýsingum um þetta tiltekna mál sem fjallað hefur verið um í dag og fékk þau svör að þeim almennu reglum hefði verið fylgt í málinu. Landlæknir hefur boðað að skoða skuli verklagið og Útlendingastofnun mun fara yfir gildandi reglur með þeim. Ég fagna því.“Ég fékk fregnir af þessu máli í fjölmiðlum í morgun líkt og aðrir. Þó ég geti ekki tjáð mig um einstök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum. Við viljum öll að farið sé varlega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra, fædd og ófædd. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 5, 2019 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og “ætti erfitt með langt flug”.Sjá einnig: Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistökSamtökin No Borders birtu í kvöld færslu á Facebook þar sem segir að konan hafi verið í Vín fyrr í kvöld, eftir þrjár flugferðir á fjórtán klukkustundum. Hún hafi verið vakandi í einn og hálfan sólarhring og sé örmagna.
Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 „Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11
„Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15