Mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Akureyri Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. nóvember 2019 07:28 Slökkviliðið var kallað út klukkan hálf tvö í nótt. Mynd er úr safni. Vísir/Hanna Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Sandgerðisbót á Akureyri í nótt. Tvær manneskjur voru í íbúð á miðhæð þegar eldurinn kviknaði en komu sér út af sjálfsdáðum. Jarðhæð hússins, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp, er ónýt, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri. Mbl greindi fyrst frá. Slökkvilið var kallað út um klukkan hálftvö. Mikill eldur hafði kviknað á neðstu hæð hússins og var kominn inn í veggi þegar slökkvilið bar að garði. Slökkviliðsmenn voru þó fljótir að taka við sér og náðu tökum á eldinum þegar hann var komin upp í þriðju hæð hússins. „Við fáum útkall hálftvö í eld í Sandgerðisbót. Þar er ekki vitað hvort er fólk inni en þegar við komum á staðinn eru tvær manneskjur fyrir utan hús sem tilkynna eldinn. Þau urðu vör við eld á neðri hæðinni, það var kominn mikill reykur upp í íbúð hjá þeim,“ segir Jónas Baldur Hallsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri í samtali við fréttastofu. „Þetta var mikill eldur, kominn inn í veggi, þannig að við þurfum að fara upp á þriðju hæð til að komast fyrir eldinn og náum að stoppa hann þar og förum svo að vinna okkur niður eftir veggjunum til að komast niður á fyrstu hæð.“ Ekki vitað um eldsupptök en lögregla hefur nú tekið við rannsókn málsins. Húsið heitir Byrgi og var reist um aldamótin 1900 í Sandgerðisbót við smábátahöfnina á Akureyri. Akureyri Slökkvilið Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Sandgerðisbót á Akureyri í nótt. Tvær manneskjur voru í íbúð á miðhæð þegar eldurinn kviknaði en komu sér út af sjálfsdáðum. Jarðhæð hússins, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp, er ónýt, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri. Mbl greindi fyrst frá. Slökkvilið var kallað út um klukkan hálftvö. Mikill eldur hafði kviknað á neðstu hæð hússins og var kominn inn í veggi þegar slökkvilið bar að garði. Slökkviliðsmenn voru þó fljótir að taka við sér og náðu tökum á eldinum þegar hann var komin upp í þriðju hæð hússins. „Við fáum útkall hálftvö í eld í Sandgerðisbót. Þar er ekki vitað hvort er fólk inni en þegar við komum á staðinn eru tvær manneskjur fyrir utan hús sem tilkynna eldinn. Þau urðu vör við eld á neðri hæðinni, það var kominn mikill reykur upp í íbúð hjá þeim,“ segir Jónas Baldur Hallsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri í samtali við fréttastofu. „Þetta var mikill eldur, kominn inn í veggi, þannig að við þurfum að fara upp á þriðju hæð til að komast fyrir eldinn og náum að stoppa hann þar og förum svo að vinna okkur niður eftir veggjunum til að komast niður á fyrstu hæð.“ Ekki vitað um eldsupptök en lögregla hefur nú tekið við rannsókn málsins. Húsið heitir Byrgi og var reist um aldamótin 1900 í Sandgerðisbót við smábátahöfnina á Akureyri.
Akureyri Slökkvilið Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira