Litlar sem engar málsbætur vegna viðtalsins sem aldrei átti að fara í loftið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2019 11:11 Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga einum viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. Jón Ársæll Þórðarsson og Ríkisútvarpið sýndu af sér skeytingarleysi í garð Gyðu Drafnar Grétarsdóttur þegar viðtal við hana í þættinum Paradísarheimt var sýnt á RÚV þrátt fyrir að báðir aðilar hafi vitað að samþykki hennar lægi ekki fyrir. Að mati Héraðsdóms eiga Jón Ársæll og RÚV sér engar málsbætur, utan þess að þátturinn var fjarlægður úr streymisveitum fljótlega eftir sýningu hans.Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku var Jóni Ársæli og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur vegna málsins. Forsaga þess er sú að Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist. Vildi hún meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki og viðtalið fór í loftið. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtur hefur verið á vef Dómstólasýslunnar, er málið rakið en í niðurstöðu dómara segir að óumdeilt sé að viðtalið hafi verið sýnt í óþökk Gyðu Drafnar. Ljóst sé að viðtalið sjálft hafi verið tekið með vitund og vilja Gyðu Drafnar en að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess. Þá væri það ljóst af tölvupóstum sem liggja fyrir í málinu frá starfsmönnum Fangelismálastofnunar að Jóni Ársæli hafi mátt vera það fulljóst fyrir birtingu þáttarins að Gyða Dröfn hafi viljað fá að skoða efnið áður en það færi í lofti. Ekki væri þó að sjá að Jón Ársæll hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk Gyðu Drafnar um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni.Þátturinn var sýndur á RÚV.Fréttablaðið/ErnirÞótti mjög miður að ekki hafi verið hætt við sýningu Í dóminum kemur einnig fram að Jón Ársæll hafi viðurkennd að misráðið hafi verið að sýna þáttinn eftir að upplýsingar bárust um að Gyða Dröfn væri mótfallin birtingu viðtalsins. Þætti honum það mjög miður og að hann hafi ekki viljað særa Gyðu Dröfn né sýna henni vanvirðingu. Viðurkenndi hann að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum, en þó ekki fimm milljónum, líkt og hún gerði kröfu um. Þá viðurkenndi RÚV einnig að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum og eins og atvik málsins liggi fyrir hafi ekki verið rétt að birta viðtaliðÍ niðurstöðukafla dómsins segir jafnframt að Gyða Dröfn hafi veitt í viðtalinu afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfasig og fjölskyldu sína, og gert það í eigin persónu, í hljóði og mynd.„Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvægi þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir, áður en til birtingar viðtalsins kæmi,“ segir í dómi Héraðsdóms en líkt og áður segir þarf Jón Ársæll og RÚV að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í miskabætur. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Jón Ársæll Þórðarsson og Ríkisútvarpið sýndu af sér skeytingarleysi í garð Gyðu Drafnar Grétarsdóttur þegar viðtal við hana í þættinum Paradísarheimt var sýnt á RÚV þrátt fyrir að báðir aðilar hafi vitað að samþykki hennar lægi ekki fyrir. Að mati Héraðsdóms eiga Jón Ársæll og RÚV sér engar málsbætur, utan þess að þátturinn var fjarlægður úr streymisveitum fljótlega eftir sýningu hans.Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku var Jóni Ársæli og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur vegna málsins. Forsaga þess er sú að Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist. Vildi hún meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki og viðtalið fór í loftið. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtur hefur verið á vef Dómstólasýslunnar, er málið rakið en í niðurstöðu dómara segir að óumdeilt sé að viðtalið hafi verið sýnt í óþökk Gyðu Drafnar. Ljóst sé að viðtalið sjálft hafi verið tekið með vitund og vilja Gyðu Drafnar en að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess. Þá væri það ljóst af tölvupóstum sem liggja fyrir í málinu frá starfsmönnum Fangelismálastofnunar að Jóni Ársæli hafi mátt vera það fulljóst fyrir birtingu þáttarins að Gyða Dröfn hafi viljað fá að skoða efnið áður en það færi í lofti. Ekki væri þó að sjá að Jón Ársæll hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk Gyðu Drafnar um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni.Þátturinn var sýndur á RÚV.Fréttablaðið/ErnirÞótti mjög miður að ekki hafi verið hætt við sýningu Í dóminum kemur einnig fram að Jón Ársæll hafi viðurkennd að misráðið hafi verið að sýna þáttinn eftir að upplýsingar bárust um að Gyða Dröfn væri mótfallin birtingu viðtalsins. Þætti honum það mjög miður og að hann hafi ekki viljað særa Gyðu Dröfn né sýna henni vanvirðingu. Viðurkenndi hann að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum, en þó ekki fimm milljónum, líkt og hún gerði kröfu um. Þá viðurkenndi RÚV einnig að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum og eins og atvik málsins liggi fyrir hafi ekki verið rétt að birta viðtaliðÍ niðurstöðukafla dómsins segir jafnframt að Gyða Dröfn hafi veitt í viðtalinu afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfasig og fjölskyldu sína, og gert það í eigin persónu, í hljóði og mynd.„Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvægi þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir, áður en til birtingar viðtalsins kæmi,“ segir í dómi Héraðsdóms en líkt og áður segir þarf Jón Ársæll og RÚV að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47
Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30