Fundu móður konu sem skilin var eftir sem barn í ruslagámi fyrir 29 árum Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2019 11:28 Ingrid og Jens Christian Nørve frá þættinum Åsted Norge. TV2 Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2. Noregur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Stjórnendur norska sjónvarpsþáttarins Åsted Norge á TV2 hafa haft uppi á móður konu sem var skilin eftir sem ungbarn í ruslagámi fyrir 29 árum. Er þetta í fyrsta skipti sem samband DNA-rannsókna og ættfræði er notað til að leysa sakamál í Noregi, að því er fram kemur í frétt TV2. Þátturinn var sýndur í norsku sjónvarpi um helgina. Í fréttinni er sagt frá því að konan hafi fundist í ruslagámi í höfuðborginni Osló þann 11. ágúst 1990. Þrátt fyrir rannsókn lögreglu tókst ekki að hafa uppi á blóðmóður stúlkunnar og var talið að ekki yrði lengra komist til að leysa málið. Åsted Norge greindi hins vegar frá því að tekist hafi að hafa uppi á móðurinni. Var notast við ættfræðigrúsk, DNA-rannsóknir og nýjar upplýsingar bornar saman við rannsóknargögn lögreglu. „Á öllum mínum tíma hjá rannsóknarlögreglunni, hef ég aldrei tekið þátt í rannsókn á máli sem leysist á þennan máta,“ segir Asbjørn Hansen í samtali við TV2. Stúlkan fannst í gámi á iðnaðarsvæðinu Bjølsen í Osló. Segja þáttastjórnendur að líkt og með önnur slík mál vekja þau mikla athygli þegar þau koma fyrst upp, en gleymast svo. Rannsókn lögreglu hafi hins vegar ekki borið ávöxt. „Gámabarnið“, sem svo var kallað í norskum fjölmiðlum, fékk svo nýja fjölskyldu sem gaf henni nafnið Ingrid. Lítið var svo fjallað um málið, en ritstjórn Åsted Norge fékk svo ábendingu í febrúar frá vinkonu Ingrid sem benti á að „gámabarnið“ frá árinu 1990 hefði áhuga á að leita uppruna síns. Rannsókn ritstjórnar hefur stóð yfir í marga mánuði, en lífsýni gat loks staðfest að tekist hefði að hafa uppi á líffræðilegri móður Ingrid. Höfðu aðstandendur þáttarins tekið eftir gloppum í útskýringum konu, sem hafði verið yfirheyrð árið 1990, og þannig komist á rétt spor. Ingrid segist sjálf vorkenna konunni, sem hafi þurft að fela leyndarmálið í 29 ár. „Hún hefur þurft að fara í gegnum þetta allt saman án þess að geta rætt við neinn,“ sagði Ingrid þegar hún fékk upplýsingar um að líffræðileg móðir hennar væri fundin. Fékk Ingrid einnig að vita að konan hefði áhuga á að hitta hana. Enn hefur ekki verið greint frá útskýringum móðurinnar eða mögulegum fundi þeirra lýst, en enn á eftir að fjalla um málið í fleiri þáttum.Nánar er fjallað um málið í frétt TV2.
Noregur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira